Vill halda fund með samfélagsmiðlafyrirtækjum til að berjast gegn kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 17:33 Romelu Lukaku vill að samfélagsmiðlafyrirtæki taki harðar á kynþáttafordómum. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Romelu Lukaku, framherji Chelsea og belgíska landsliðsins, segir að leikmenn geti gert mun meira í baráttunni gegn kynþáttafordómum en bara að taka hné fyrir leiki. Hann vill að samfélagsmiðlafyrirtæki og leikmenn hittist og ræði hvað sé hægt að gera. Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fréttum af því að íþróttafólk verði fyrir kynþáttaníð, bæði á meðan að keppni stendur, sem og á samfélagsmiðlum eftir að heim er komið. Lukaku segir að þó að það að taka hné fyrir leik sé gott og blessað, þá sé það hreinlega ekki nóg. „Ég held að við getum ráðist í sterkari aðgerðir,“ sagði Lukaku. „Við förum niður á hné, allir klappa, en svo sér maður enn eftir suma leiki að leikmenn fá þetta yfir sig.“ „Við ættum öll að setjast saman við eitt stórt borð og halda fund um þessi mál og hvernig við getum barist gegn þessu. Ekki aðeins í karlaboltanum, heldur kvennaboltanum líka,“ bætti Belginn við. Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa tekið hné síðan í júní á síðasta ári, eða frá því að deildin fór aftur af stað eftir þriggja mánaða pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir leikmenn hafa þó ákveðið að hætta að fara niður á hné fyrir leiki þar sem að þeim finnst það ekki skila þeim árangri sem ætlast var til. Þar má nefna Marcos Alonso, liðsfélaga Lukaku hjá Chelsea, og Wilfried Zaha, sóknarmann Crystal Palace. Alonso sagði fyrr í þessari viku að honum þætti þessi athöfn ekki vera jafn áhrifarík og áður, og mun héðan í frá benda á merki á treyjunni sinni sem segir „No to racism.“ Í apríl á þessu ári tóku nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sig saman, ásamt leikmönnum, þekktum íþróttamönnum og öðrum innan íþróttahreyfingarinnar sig saman og sniðgengu samfélagsmiðla í fjóra daga í von um að fyrirtækin á bak við miðlana myndu taka harðar á þessum málum. Lukaku trúir því að þetta vandamál geti verið úr sögunni ef allir vinna saman. „Ef þú vilt virkilega hætta einhverju, þá geturðu það í alvörunni,“ sagði framherjinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira