Þetta er hægt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. september 2021 11:16 Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum. Það blasir við öllum að markaðurinn á ekki úrræði við öllu, hin ósýnilega hönd hans lætur sig endanlega hverfa á krepputímum og einungis sterkt ríkisvald með almannahagsmuni að leiðarljósi er fært um að takast á við kreppu. Þar gilda heldur ekki úreltar hugmyndir um hallalaus fjárlög. Niðurskurður af því tagi sem er að finna í ríkjandi Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar upp á hundrað milljarða er til vitnis um að það er alls ekki bara best að kjósa þá flokka sem að henni standa því að þar eru raunveruleg áform um stórfelldan niðurskurð á opinberri þjónustu. Nú er sögulegt tækifæri að gera hið saman hér og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera. Þetta er hægt. Við getum myndað stjórn sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni; setur á eðlileg veiðigjöld og færir skattkerfið í átt að réttlæti þar sem byrðar eru ekki þyngstar á launafólki en léttastar á stóreignafólki; horfist í augu við fjárþörf í heilbrigðiskerfinu en leysir vandann ekki með biðlistum; býr í haginn fyrir fjölbreytt atvinnulíf með nýsköpun og sísköpun; stórbætir í raun og veru smánarleg kjör öryrkja og eldra fólks; léttir undir með barnafjölskyldum; rækir skyldur okkar í loftslagsmálum. Þetta er hægt. Það er ekki náttúrulögmál að flokkur með 20-24% fylgi ráði för í ríkisfjármálum með tilheyrandi íhaldsúrræðum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hafa neitunarvald um öll umbótamál sem snúa að almenningi. Við getum virkjað eldmóðinn, heilindin og hugsjónirnar sem kjósendur umbótaflokkanna frá miðju og til vinstri búa yfir og við getum skapað úr þessu mikla afli eina sterka, kraftmikla og flotta stjórn sem starfar í þágu almannahagsmuna. Þetta er nefnilega vel hægt. Við getum gert eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera allt í kringum okkur og gefið hægri mönnum langþráð frí og tekið af þeim lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Til þess að leiða slíkt starf eru sósíaldemókratar best fallnir. Samfylkingin er nefnilega samfylking. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum. Það blasir við öllum að markaðurinn á ekki úrræði við öllu, hin ósýnilega hönd hans lætur sig endanlega hverfa á krepputímum og einungis sterkt ríkisvald með almannahagsmuni að leiðarljósi er fært um að takast á við kreppu. Þar gilda heldur ekki úreltar hugmyndir um hallalaus fjárlög. Niðurskurður af því tagi sem er að finna í ríkjandi Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar upp á hundrað milljarða er til vitnis um að það er alls ekki bara best að kjósa þá flokka sem að henni standa því að þar eru raunveruleg áform um stórfelldan niðurskurð á opinberri þjónustu. Nú er sögulegt tækifæri að gera hið saman hér og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera. Þetta er hægt. Við getum myndað stjórn sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni; setur á eðlileg veiðigjöld og færir skattkerfið í átt að réttlæti þar sem byrðar eru ekki þyngstar á launafólki en léttastar á stóreignafólki; horfist í augu við fjárþörf í heilbrigðiskerfinu en leysir vandann ekki með biðlistum; býr í haginn fyrir fjölbreytt atvinnulíf með nýsköpun og sísköpun; stórbætir í raun og veru smánarleg kjör öryrkja og eldra fólks; léttir undir með barnafjölskyldum; rækir skyldur okkar í loftslagsmálum. Þetta er hægt. Það er ekki náttúrulögmál að flokkur með 20-24% fylgi ráði för í ríkisfjármálum með tilheyrandi íhaldsúrræðum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hafa neitunarvald um öll umbótamál sem snúa að almenningi. Við getum virkjað eldmóðinn, heilindin og hugsjónirnar sem kjósendur umbótaflokkanna frá miðju og til vinstri búa yfir og við getum skapað úr þessu mikla afli eina sterka, kraftmikla og flotta stjórn sem starfar í þágu almannahagsmuna. Þetta er nefnilega vel hægt. Við getum gert eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera allt í kringum okkur og gefið hægri mönnum langþráð frí og tekið af þeim lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Til þess að leiða slíkt starf eru sósíaldemókratar best fallnir. Samfylkingin er nefnilega samfylking. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun