Skýrasti valkosturinn fyrir loftslagið Andrés Ingi Jónsson skrifar 25. september 2021 09:00 „Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
„Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar