Jón Daði ætlar úr frystikistunni: „Þetta gengur náttúrulega ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 11:00 Eini leikur Jóns Daða Böðvarssonar fyrir Millwall á leiktíðinni var þegar hann lék í 18 mínútur í deildabikarleik gegn Cambridge United 24. ágúst. Getty/Jacques Feeney „Það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í fótbolta, sem hefur verið í sannkallaðri „frystikistu“ hjá enska félaginu Millwall á þessari leiktíð. Á meðan að liðsfélagar hans leika um hverja helgi í næstefstu deild Englands hefur Jón Daði þurft að sætta sig við að fá ekki svo mikið sem sæti á varamannabekknum. Erfiður tími hjá Millwall, frá því að Selfyssingurinn kom frá Reading sumarið 2019, er því orðinn að hálfgerðri martröð sem hefur svo meðal annars leitt af sér að Jón Daði var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Gert ljóst í sumar að hann ætti að leita annað „Maður fékk þau skilaboð þegar undirbúningstímabilið var hálfnað í sumar að maður yrði ekki eins mikið í myndinni og maður myndi vilja – það var í raun gefið í skyn að maður ætti að leita sér að öðru félagi. Maður hefur unnið í því en það tekur tíma,“ segir Jón Daði sem stefnir að því fullum fetum að komast í annað félag þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í janúar. „Þetta gekk ekki upp í síðasta glugga. Þetta er allt í einu orðið aðeins öðruvísi núna þegar maður er kominn með fjölskyldu og maður getur ekki stokkið á hvað sem er. Það eina í stöðunni núna er að halda sér í góðu formi – æfa vel fram í janúar og vonandi poppar eitthvað spennandi upp þá,“ segir Jón Daði sem á tveggja ára dóttur með unnustu sinni Maríu Ósk Skúladóttur. Mesti áhuginn frá Norðurlöndum En var hann nálægt því að fara frá Millwall í ágúst? „Í raun og veru ekki. Það var einhver áhugi héðan og þaðan en ekkert nægilega spennandi. Mesti áhuginn var frá Skandinavíu en ég vildi prófa eitthvað aðeins öðruvísi áður en ég tæki það skref,“ segir Jón Daði sem fann einnig fyrir áhuga frá keppinautum Millwall í ensku B-deildinni, sem og úr ensku C-deildinni: „Það var þá aðallega einhver möguleiki á að fara að láni. En ég er búinn að vera sex ár í Englandi og mann langar til að prófa eitthvað nýtt, í öðru umhverfi. Ef að hugur manns er ekki nógu heillaður þá gengur það ekki. Það gekk því ekki upp að ég færi neitt í sumar en markmiðið númer eitt, tvö og þrjú er að fara eitthvert í janúar því þetta er ekkert gaman.“ Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi) Samtals hefur Jón Daði, sem er 29 ára gamall, byrjað 26 af 101 deildarleik frá því að hann kom til Millwall. Síðustu tvö tímabil hefur hann þó einnig oft komið inn á sem varamaður en það sem af er leiktíð hefur hann ekki einu sinni fengið sæti í leikmannahópi liðsins. Jón Daði Böðvarsson var ekki í landsliðshópi Íslands sem í byrjun þessa mánaðar mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Hann hefur farið með Íslandi á tvö stórmót og alls spilað 60 A-landsleiki.vísir/vilhelm „Ég æfi hins vegar alltaf á fullu með aðalliðinu og er alveg „fit“ og allt það, en það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði. Þjálfarinn fílar aðra betur Hjá Millwall er þó áfram sami þjálfari og tók við í október 2019, skömmu eftir að Jón Daði kom til félagsins. Undir hans stjórn og án Jóns Daða er Millwall nú í 19. sæti með níu stig eftir níu umferðir. „Við erum með það marga framherja að það varð að fórna einhverjum. Ég held að þeir vilji selja til að fá 2-3 leikmenn í staðinn. Ef maður á að segja eins og er þá hefur þessi tími minn í Millwall alls ekki verið nógu góður. Það hefur ekki gengið nægilega vel og ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég myndi vilja – nokkra leiki í röð, sem er mikilvægt fyrir leikmenn til að fá sjálfstraust. Maður var bara inn og út en fann aldrei fyrir stöðugleika,“ segir Jón Daði en kennir stjóranum Gary Rowett ekki um sína stöðu: „Þjálfarinn er alls ekki slæmur maður. Hann fílar aðra betur, það er ekkert persónulegt og hefur ekkert endilega með hæfileika að gera. Hann bara fílar aðra tegund af leikmanni og þá endar maður í þessari frystikistu, sem er ekki gaman.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Á meðan að liðsfélagar hans leika um hverja helgi í næstefstu deild Englands hefur Jón Daði þurft að sætta sig við að fá ekki svo mikið sem sæti á varamannabekknum. Erfiður tími hjá Millwall, frá því að Selfyssingurinn kom frá Reading sumarið 2019, er því orðinn að hálfgerðri martröð sem hefur svo meðal annars leitt af sér að Jón Daði var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Gert ljóst í sumar að hann ætti að leita annað „Maður fékk þau skilaboð þegar undirbúningstímabilið var hálfnað í sumar að maður yrði ekki eins mikið í myndinni og maður myndi vilja – það var í raun gefið í skyn að maður ætti að leita sér að öðru félagi. Maður hefur unnið í því en það tekur tíma,“ segir Jón Daði sem stefnir að því fullum fetum að komast í annað félag þegar opnað verður fyrir félagaskipti á ný í janúar. „Þetta gekk ekki upp í síðasta glugga. Þetta er allt í einu orðið aðeins öðruvísi núna þegar maður er kominn með fjölskyldu og maður getur ekki stokkið á hvað sem er. Það eina í stöðunni núna er að halda sér í góðu formi – æfa vel fram í janúar og vonandi poppar eitthvað spennandi upp þá,“ segir Jón Daði sem á tveggja ára dóttur með unnustu sinni Maríu Ósk Skúladóttur. Mesti áhuginn frá Norðurlöndum En var hann nálægt því að fara frá Millwall í ágúst? „Í raun og veru ekki. Það var einhver áhugi héðan og þaðan en ekkert nægilega spennandi. Mesti áhuginn var frá Skandinavíu en ég vildi prófa eitthvað aðeins öðruvísi áður en ég tæki það skref,“ segir Jón Daði sem fann einnig fyrir áhuga frá keppinautum Millwall í ensku B-deildinni, sem og úr ensku C-deildinni: „Það var þá aðallega einhver möguleiki á að fara að láni. En ég er búinn að vera sex ár í Englandi og mann langar til að prófa eitthvað nýtt, í öðru umhverfi. Ef að hugur manns er ekki nógu heillaður þá gengur það ekki. Það gekk því ekki upp að ég færi neitt í sumar en markmiðið númer eitt, tvö og þrjú er að fara eitthvert í janúar því þetta er ekkert gaman.“ Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi) Samtals hefur Jón Daði, sem er 29 ára gamall, byrjað 26 af 101 deildarleik frá því að hann kom til Millwall. Síðustu tvö tímabil hefur hann þó einnig oft komið inn á sem varamaður en það sem af er leiktíð hefur hann ekki einu sinni fengið sæti í leikmannahópi liðsins. Jón Daði Böðvarsson var ekki í landsliðshópi Íslands sem í byrjun þessa mánaðar mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Hann hefur farið með Íslandi á tvö stórmót og alls spilað 60 A-landsleiki.vísir/vilhelm „Ég æfi hins vegar alltaf á fullu með aðalliðinu og er alveg „fit“ og allt það, en það er alveg á hreinu að ég þarf að koma mér í annað umhverfi og nýjan klúbb. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Jón Daði. Þjálfarinn fílar aðra betur Hjá Millwall er þó áfram sami þjálfari og tók við í október 2019, skömmu eftir að Jón Daði kom til félagsins. Undir hans stjórn og án Jóns Daða er Millwall nú í 19. sæti með níu stig eftir níu umferðir. „Við erum með það marga framherja að það varð að fórna einhverjum. Ég held að þeir vilji selja til að fá 2-3 leikmenn í staðinn. Ef maður á að segja eins og er þá hefur þessi tími minn í Millwall alls ekki verið nógu góður. Það hefur ekki gengið nægilega vel og ég hef ekki fengið þau tækifæri sem ég myndi vilja – nokkra leiki í röð, sem er mikilvægt fyrir leikmenn til að fá sjálfstraust. Maður var bara inn og út en fann aldrei fyrir stöðugleika,“ segir Jón Daði en kennir stjóranum Gary Rowett ekki um sína stöðu: „Þjálfarinn er alls ekki slæmur maður. Hann fílar aðra betur, það er ekkert persónulegt og hefur ekkert endilega með hæfileika að gera. Hann bara fílar aðra tegund af leikmanni og þá endar maður í þessari frystikistu, sem er ekki gaman.“
Ferill Jóns Daða: 2009–2012 Selfoss 2013–2015 Viking (Noregi) 2016 Kaiserslautern (Þýskalandi) 2016–2017 Wolves (Englandi) 2017–2019 Reading (Englandi) 2019–? Millwall (Englandi)
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira