Kolaskortur og rafmagnsleysi Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 11:32 Stór hluti orku í Kína er framleiddur með því að brenna kol. AP/Olivia Zhang Verksmiðjum hefur verið lokað vegna orkuskorts í Kína sem hefur einnig náð til heimila í norðausturhluta landsins. Meðal annars hefur verksmiðjum fyrirtækja eins og Apple og Tesla verið lokað en orkuskorturinn hefur meðal annars verið rakinn til skorts á kolum. Sá skortur, auk mikillar eftirspurnar og hertra reglugerða varðandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur leitt til mikillar verðaukningar. Í frétt Reuters segir að ráðamenn hafi byrjað að takmarka notkun rafmagns á háannatíma í norðausturhluta landsins í síðustu viku. Íbúar borgarinnar Changchun hafa sagt fjölmiðlum í Kína að síðan þá hafi rafmagnsleysið orðið verra. BBC segir að í yfirlýsingu frá einu orkufyrirtæki á svæðinu hafi því verið haldið fram að þetta ástand myndi vara til næsta vors og að rafmagnsleysi yrði brátt reglulegt. Sú yfirlýsing var þó fjarlægð af netinu. Þá hafa borist fregnir af því að 23 starfsmenn verksmiðju í Liaoning hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna eitrunar, eftir að lofthreinsibúnaður þeirra hætti að virka. Sömuleiðis hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið flutt á sjúkrahús eftir að það kveikti elda í illa loftræstum herbergjum til að halda á sér hita. Þá hafi íbúar háhýsa neyðst til að nota stiga til að komast heim til sín þar sem lyftur hafi ekki virkað vegna rafmagnsleysis. BBC vitnar einnig í myndbönd og færslur af samfélagsmiðlum í Kína sem sýni að slökkt hafi verið á götulýsingu í Shenyang. Orkustofnun Kína hefur skipað kola og jarðgass-fyrirtækjum að tryggja að nægjanlegar birgðir verði til fyrir veturinn svo hægt verði að kynda heimili á svæðinu. Kína Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Sá skortur, auk mikillar eftirspurnar og hertra reglugerða varðandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur leitt til mikillar verðaukningar. Í frétt Reuters segir að ráðamenn hafi byrjað að takmarka notkun rafmagns á háannatíma í norðausturhluta landsins í síðustu viku. Íbúar borgarinnar Changchun hafa sagt fjölmiðlum í Kína að síðan þá hafi rafmagnsleysið orðið verra. BBC segir að í yfirlýsingu frá einu orkufyrirtæki á svæðinu hafi því verið haldið fram að þetta ástand myndi vara til næsta vors og að rafmagnsleysi yrði brátt reglulegt. Sú yfirlýsing var þó fjarlægð af netinu. Þá hafa borist fregnir af því að 23 starfsmenn verksmiðju í Liaoning hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna eitrunar, eftir að lofthreinsibúnaður þeirra hætti að virka. Sömuleiðis hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið flutt á sjúkrahús eftir að það kveikti elda í illa loftræstum herbergjum til að halda á sér hita. Þá hafi íbúar háhýsa neyðst til að nota stiga til að komast heim til sín þar sem lyftur hafi ekki virkað vegna rafmagnsleysis. BBC vitnar einnig í myndbönd og færslur af samfélagsmiðlum í Kína sem sýni að slökkt hafi verið á götulýsingu í Shenyang. Orkustofnun Kína hefur skipað kola og jarðgass-fyrirtækjum að tryggja að nægjanlegar birgðir verði til fyrir veturinn svo hægt verði að kynda heimili á svæðinu.
Kína Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira