Stöðvið einkavæðingu menntakerfisins! Ari Óskar Víkingsson skrifar 30. september 2021 14:00 Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun