Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 22:48 Nancy Pelosi og demókratar á bandaríka þinginu önduðu léttar í kvöld þegar þeim tókst að framlengja fjárheimildir alríkisins og afstýra lokunum á ögurstundu. Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn. Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn.
Bandaríkin Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira