Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2021 12:08 Aron Einar Gunnarsson og annar maður, fyrrverandi landsliðsmaður, eru grunaðir um að hafa brotið gegn konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Vísir/Bára Dröfn Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Réttargæslumaður segir sönnunarfærslu í málum sem þessum þunga en að fyrir brotaþola snúist þau fyrst og fremst um að koma þeim upp á yfirborðið og loka þeim. Aron Einar Gunnarsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði stjórn KSÍ hafa útilokað sig frá landsliðshópnum vegna sögusagna um að hann hafi brotið gegn konu árið 2010. Hann sagði KSÍ ekki hafa komið að máli við sig en að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fá að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins. Kæra lögð fram í tvígang Fréttastofa hefur fengið staðfest að kæra var lögð fram árið 2010 en síðan dregin til baka. Hún hafi síðan verið lögð fram að nýju nú nýverið. Lögreglurannsókn er því hafin en hún snýr ekki aðeins að Aroni Einari því annar karlmaður, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig til skoðunar í málinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við fjölmiðla í ágúst að stjórnin hefði fengið tilkynningu um hópnauðgun, en vildi ekki fara nánar út í málið. Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ hafnaði því í gær að sögusagnir á hendir Aroni Einari hafi haft áhrif á valið í landsliðshópinn og Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafnaði því að stjórn KSÍ hafi farið fram á að Aron fengi ekki að vera með í hópnum. Erfitt að sanna málin en ekki ómögulegt Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður og réttargæslumaður segir að þó málið sé orðið ellefu ára þá sé það ekki fyrnt. Sönnunarfærslan sé hins vegar þung. „Hún er talsvert erfið. Almennt er ekki mikið um sönnunargögn í svona málum, það er að segja físísk sönnunargögn þannig að oft er þetta orð á móti orði og hún er talsvert þung. En það eru alveg fordæmi fyrir því að menn hafi verið sakfelldir fyrir kynferðisbrot þó langur tími sé liðinn,“ segir Kolbrún. Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður. Það sé hins vegar ekki algengt. „Ég myndi ekki segja að það væri algengt. Því sönnunarfærslan er erfið í málum þar sem svo langt er um liðið.“ Hún segir að máli sem þessi snúi oft að því að ná fram réttlæti og ákveðinni lokun, enda séu kynferðisbrotamál brotaþolum afskaplega þungbær. „Almennt þegar kæra er lögð fram löngu eftir að brotið hefur átt sér stað þá er það oft gert til þess að koma málinu upp á yfirborðið. Og brotaþolar gera sér grein fyrir því að staðan er erfiðari heldur en ef brotið hefði verið kært strax. En þetta snýst oft um einhvers konar réttlætismál, að sá sem er borinn sökum að hann standi frammi fyrir og svari fyrir brotin, jafnvel þó málið fari ekki áfram vegna erfiðra sönnunarstöðu.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. 1. október 2021 11:08