Íbúar Voga kynni sér rýmingaráætlanir: Hátt í tvö þúsund skjálftar hafa mælst við Keili Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Árni Sæberg skrifa 1. október 2021 22:36 Mikil skjálftavirkni hefur verið við Keili síðustu daga Vísir/Vilhelm Ekkert lát er á skjálftahrinunni við Keili en þar hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar. Bæjarstjóri Voga segir mikilvægt að fólk kynni sér rýmingaráætlanir, jafnvel þó það sé alls óvíst hvort grípa þurfi til rýmingar. Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála. Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Skjálftarnir eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins við Geldingadali. Af þeim tvö þúsund skjálftum sem mælst hafa, hafa sex þeirra verið yfir þremur að stærð. Skjálftavirknin virðist vera áþekk því sem sást fyrir aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu. Öflugasti skjálfti hrinunnar varð í hádeginu í dag, um 3,8 að stærð. Hann fannst víða í höfuðborginni en ekki eins vel í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að upptök hans hafi verið þar skammt frá. Íbúar Voga skuli vera tilbúnir í rýmingar „Það sem hefur kannski reynst manni best við allar þessar aðstæður og lærdómurinn sem maður hefur dregið af þessu þessa mánuði sem eru liðnir og rúm ár frá því að þetta byrjaði allt, það er bara að viðhafa æðruleysi fyrst og fremst og vera bara einhvern veginn tilbúinn í að takast á við það þegar og ef það gerist,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Þá votti vissulega fyrir einhverjum áhyggjum en að íbúar séu vel upplýstir um hvernig bregðast eigi við ef eldgos hefst. Þannig hafa allir íbúar fengið í hendurnar tvo borða í rauðum og hvítum lit sem ber að nota ef grípa þarf til rýmingar. „Þá hengir fólk annan borðann á húninn hjá sér sem segir þá við erum búin að rýma, ef hinn liturinn er á þá þýðir það að við erum hér enn þá og okkur vantar aðstoð,“ segir Ásgeir um borðakerfið. Flestir íbúar Voga, sem Stöð 2 ræddi við í dag, sögðust hafa fundið fyrir skjálftum síðustu daga. Þó virðast þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.
Eldgos og jarðhræringar Vogar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira