Hermenn fengnir til að flytja eldsneyti Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2021 19:20 Ráðamenn segja nóg til af eldsneyti en hægt gangi að flytja það á bensínstöðvar. EPA/NEIL HALL Ríkisstjórn Bretlands kallaði í dag út herlið til að tryggja dreifingu eldsneytis um landið. Bensíndælur víðsvegar um Bretland hafa verið tómar síðustu daga og langar raðir hafa myndast við dælurnar. Ástandið hefur skánað eitthvað í dreifðari byggðum Bretlands í dag en versnað í suðausturhluta landsins og í London. Bundnar eru vonir við það að herinn geti bætt ástandið frekar. Ráðamenn í Bretlandi segja nægt eldsneyti til í eldsneytisvinnslum og birgðastöðvum landsins. Skortur hafi hins vegar verið á ökumönnum til að flytja eldsneytið á bensínstöðvar. Ofan á það hafi eftirspurn eftir eldsneyti hækkað mjög. Þess vegna hafa nærri því tvö hundruð hermenn verið sendir í ökuþjálfun, sem mun fara fram um helgina. Strax á mánudaginn eiga hermennirnir að byrja að keyra olíuflutningabíla hersins um landið. Síðan stendur til að fjölga hermönnum í akstri í næstu viku. Til viðbótar við hermennina ætlar ríkisstjórnin að flytja til landsins allt að þrjú hundruð bílstjóra sem eiga að vinna við dreifingu næstu mánuði. Það er þó bara fyrir dreifingu eldsneytis. Einnig er unnið að því að flytja til landsins þúsundir bílstjóra til að keyra aðrar vörur og mat í verslanir í Bretlandi á næstu mánuðum. Skortur er sagður hafa verið á bílstjórum í Bretlandi um nokkuð skeið. Skorturinn mun þó hafa versnað að undanförnu, meðal annars vegna úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, kórónuveirunnar og lágra launa. Eltu steypubíl Til marks um ástandið í Bretlandi sagði BBC frá því í gærkvöldi að um tuttugu ökumenn hefðu séð bíl sem þeir töldu vera olíuflutningabíl á götum Bilston og elt hann. Ökumennirnir eltu bílinn um nokkuð skeið og að byggingasvæði í Northamptonshire. Þar komust þeir þó að því að þeir höfðu eytt eldsneyti þeirra í að elta steypubíl. Í samtali við BBC segir Johnny Anderson, bílstjóri steypubílsins að hann hafi stoppað þegar ökumennirnir sem voru að elta hann byrjuðu að flauta. Þá hefði hann haldið að eitthvað hefði fallið af bíl sínum. Það var ekki fyrr en hann steig út úr bílnum sem hann sá hve margir væru að elta sig. Fremsti maðurinn kallaði þá á Anderson og spurði á hvaða bensínstöð hann væri að fara. Anderson segist hafa svarað honum á þá leið að hann væri ekki á leið á bensínstöð og þurft að útskýra fyrir manninum að hann væri á steypubíl. Við það hafi ökumaðurinn orðið reiður og skammað Anderson fyrir að hafa ekki stöðvað og sagt þeim sem voru að elta hann að hann væri ekki á olíuflutningabíl. Bretland Tengdar fréttir Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42 Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22 Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Ástandið hefur skánað eitthvað í dreifðari byggðum Bretlands í dag en versnað í suðausturhluta landsins og í London. Bundnar eru vonir við það að herinn geti bætt ástandið frekar. Ráðamenn í Bretlandi segja nægt eldsneyti til í eldsneytisvinnslum og birgðastöðvum landsins. Skortur hafi hins vegar verið á ökumönnum til að flytja eldsneytið á bensínstöðvar. Ofan á það hafi eftirspurn eftir eldsneyti hækkað mjög. Þess vegna hafa nærri því tvö hundruð hermenn verið sendir í ökuþjálfun, sem mun fara fram um helgina. Strax á mánudaginn eiga hermennirnir að byrja að keyra olíuflutningabíla hersins um landið. Síðan stendur til að fjölga hermönnum í akstri í næstu viku. Til viðbótar við hermennina ætlar ríkisstjórnin að flytja til landsins allt að þrjú hundruð bílstjóra sem eiga að vinna við dreifingu næstu mánuði. Það er þó bara fyrir dreifingu eldsneytis. Einnig er unnið að því að flytja til landsins þúsundir bílstjóra til að keyra aðrar vörur og mat í verslanir í Bretlandi á næstu mánuðum. Skortur er sagður hafa verið á bílstjórum í Bretlandi um nokkuð skeið. Skorturinn mun þó hafa versnað að undanförnu, meðal annars vegna úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, kórónuveirunnar og lágra launa. Eltu steypubíl Til marks um ástandið í Bretlandi sagði BBC frá því í gærkvöldi að um tuttugu ökumenn hefðu séð bíl sem þeir töldu vera olíuflutningabíl á götum Bilston og elt hann. Ökumennirnir eltu bílinn um nokkuð skeið og að byggingasvæði í Northamptonshire. Þar komust þeir þó að því að þeir höfðu eytt eldsneyti þeirra í að elta steypubíl. Í samtali við BBC segir Johnny Anderson, bílstjóri steypubílsins að hann hafi stoppað þegar ökumennirnir sem voru að elta hann byrjuðu að flauta. Þá hefði hann haldið að eitthvað hefði fallið af bíl sínum. Það var ekki fyrr en hann steig út úr bílnum sem hann sá hve margir væru að elta sig. Fremsti maðurinn kallaði þá á Anderson og spurði á hvaða bensínstöð hann væri að fara. Anderson segist hafa svarað honum á þá leið að hann væri ekki á leið á bensínstöð og þurft að útskýra fyrir manninum að hann væri á steypubíl. Við það hafi ökumaðurinn orðið reiður og skammað Anderson fyrir að hafa ekki stöðvað og sagt þeim sem voru að elta hann að hann væri ekki á olíuflutningabíl.
Bretland Tengdar fréttir Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42 Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22 Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Óttast að þurfa að farga svínum í massavís í Bretlandi Breskir svínabændur óttast að þurfa að farga þurfi stórum hluta svína Bretlands vegna landlægs skorts á slátrurum. Svínabú eru að fyllast víða um land og sláturhús skortir starfsmenn til að hafa undan sendingum frá búunum. 1. október 2021 16:42
Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. 30. september 2021 11:22
Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. 27. september 2021 07:59