Mörg hundruð kýr í sumarbústað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2021 20:05 Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir og Guðmundur Ólafsson, blikksmiður eiga bústaðinn, sem er glæsilegur í alla staði með hundruð minjagripi um kýr innandyra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir sem eru svo heppnir að hafa komið inn í sumarbústað í Holtum í Rangárvallasýslu missa hökuna niður á bringu þegar inn er komið. Ástæðan er sú að bústaðurinn er fullur af gripum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt. Það eru þau Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir og Guðmundur Ólafsson, blikksmiður sem eiga bústaðinn. Kýr hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá þeim, ekki síst Fjólu, sem hefur safnað og safnað þeim í gegnum árin og haft til skrauts í sumarbústaðnum, sjón er sögu ríkari. „Það eru margar jólagjafir og margar afmælisgjafir, sem við höfum fengið sem beljur, þannig að það er komið ansi mikið safn í bústaðinn,“ segir Fjóla enda vill hún breyta nafni bústaðarins úr Víðilundi eins og hann heitir í dag í Beljulund. Allar hillur í bústaðnum eru fullar af kúm eða hlutum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er söfnunin að gefa þeim hjónum? „Bara ánægjuna, þegar maður situr til dæmis í sófanum eða er að horfa út um gluggann þá sé ég eitthvað af þessum blessuðu beljum mínum, þær eru ansi margar,“ bætir Fjóla við. Guðmundur tekur virkan þátt í söfnuninni. „Já, já, enda er maður búin að einbeita sér mikið af því að búa til hillur og annað hérna innandyra þannig að það væri hægt að koma gripunum á fallegan stað.“ Fjóla segist alltaf taka við nýjum munum, sem tengjast kúm ef einhver er að losa sig við. „Mér finnst lífið bara yndislegt, nú er ég hætt að vinna og ætla bara að njóta þess að vera hér í Beljulundi,“ segir Fjóla og hlær. Og sumar kýrnar í bústaðnum geta meira að segja hlegið séu þær beðnar um það. Það eru allskonar kýr í bústaðnum hjá Fjólu og Guðmundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Söfn Grín og gaman Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Það eru þau Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir og Guðmundur Ólafsson, blikksmiður sem eiga bústaðinn. Kýr hafa lengi verið í miklu uppáhaldi hjá þeim, ekki síst Fjólu, sem hefur safnað og safnað þeim í gegnum árin og haft til skrauts í sumarbústaðnum, sjón er sögu ríkari. „Það eru margar jólagjafir og margar afmælisgjafir, sem við höfum fengið sem beljur, þannig að það er komið ansi mikið safn í bústaðinn,“ segir Fjóla enda vill hún breyta nafni bústaðarins úr Víðilundi eins og hann heitir í dag í Beljulund. Allar hillur í bústaðnum eru fullar af kúm eða hlutum, sem tengjast kúm á einn eða annan hátt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er söfnunin að gefa þeim hjónum? „Bara ánægjuna, þegar maður situr til dæmis í sófanum eða er að horfa út um gluggann þá sé ég eitthvað af þessum blessuðu beljum mínum, þær eru ansi margar,“ bætir Fjóla við. Guðmundur tekur virkan þátt í söfnuninni. „Já, já, enda er maður búin að einbeita sér mikið af því að búa til hillur og annað hérna innandyra þannig að það væri hægt að koma gripunum á fallegan stað.“ Fjóla segist alltaf taka við nýjum munum, sem tengjast kúm ef einhver er að losa sig við. „Mér finnst lífið bara yndislegt, nú er ég hætt að vinna og ætla bara að njóta þess að vera hér í Beljulundi,“ segir Fjóla og hlær. Og sumar kýrnar í bústaðnum geta meira að segja hlegið séu þær beðnar um það. Það eru allskonar kýr í bústaðnum hjá Fjólu og Guðmundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Söfn Grín og gaman Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira