Arnar Guðjónsson: Mér fannst við bara ekki hitta neitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2021 22:48 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var feginn að landa sigrinum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok. „Ég er mjög feginn að hafa náð að kreista út þennan sigur því það leit ekki vel út á tímabili. Þetta er víst rosa byrjun á deildinni, ég fór inn í klefa og kíkti á hina leikina og ég held það séu fjórar framlengingar allt í allt,“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru mest allan leikinn að elta og höfðu ÍR lengi um tíu stiga forskot. Öflugur viðsnúningur átti sér stað í 4.leikhluta sem skóp sigurinn. „Það var nákvæmlega þannig sem það fór. Þetta var mjög erfitt við lentum bæði í vandræðum með þá varnarlega og vorum svolítið ragir sóknarlega. Þeir gengu á lagið svo þetta var löng fæðing“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru með 32% skotnýtingu úr 43 skotum í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með 45% nýtingu. Alls ekki nógu gott að mati þjálfarans. „Mér fannst við bara ekki hitta neitt og sumt af þessu var einfaldlega ÍR-ingar að gera mjög vel og vörðu skot en sumt af þessu voru skot sem við áttum að hitta úr og gerðum ekki. Vítanýtingin var ‚horrifying‘ held ég, undir 60% eða eitthvað. Það var svo ákveðin vinnusemi sem bætti það upp og þess vegna náðum við að vinna en við þurfum augljóslega að spila aðeins betur,“ sagði Arnar um skotnýtinguna. Staðan eftir 3.leikhluta var 70-78, ÍR-ingum í vil, og náðu Stjörnumenn að knýja fram framlengingu og gengu svo á lagið. Liðið fór að hitta og náði þannig að snúa þessu við segir Arnar. „Við hittum ofan í. Þetta hljómar ógeðslega asnalega en þegar þú ert ekki búinn að hitta neitt í 3 leikhluta þá hjálpar það heilmikið að fara að hitta,“ sagði Arnar um viðsnúninginn að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Ég er mjög feginn að hafa náð að kreista út þennan sigur því það leit ekki vel út á tímabili. Þetta er víst rosa byrjun á deildinni, ég fór inn í klefa og kíkti á hina leikina og ég held það séu fjórar framlengingar allt í allt,“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru mest allan leikinn að elta og höfðu ÍR lengi um tíu stiga forskot. Öflugur viðsnúningur átti sér stað í 4.leikhluta sem skóp sigurinn. „Það var nákvæmlega þannig sem það fór. Þetta var mjög erfitt við lentum bæði í vandræðum með þá varnarlega og vorum svolítið ragir sóknarlega. Þeir gengu á lagið svo þetta var löng fæðing“ sagði Arnar. Stjörnumenn voru með 32% skotnýtingu úr 43 skotum í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með 45% nýtingu. Alls ekki nógu gott að mati þjálfarans. „Mér fannst við bara ekki hitta neitt og sumt af þessu var einfaldlega ÍR-ingar að gera mjög vel og vörðu skot en sumt af þessu voru skot sem við áttum að hitta úr og gerðum ekki. Vítanýtingin var ‚horrifying‘ held ég, undir 60% eða eitthvað. Það var svo ákveðin vinnusemi sem bætti það upp og þess vegna náðum við að vinna en við þurfum augljóslega að spila aðeins betur,“ sagði Arnar um skotnýtinguna. Staðan eftir 3.leikhluta var 70-78, ÍR-ingum í vil, og náðu Stjörnumenn að knýja fram framlengingu og gengu svo á lagið. Liðið fór að hitta og náði þannig að snúa þessu við segir Arnar. „Við hittum ofan í. Þetta hljómar ógeðslega asnalega en þegar þú ert ekki búinn að hitta neitt í 3 leikhluta þá hjálpar það heilmikið að fara að hitta,“ sagði Arnar um viðsnúninginn að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn tóku á móti ÍR-ingum í fyrstu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Gestirnir leiddu lengst af, en Stjörnumenn tryggðu sér framlengingu þar sem að þeir voru sterkari aðilinn og unnu að lokum sterkan 11 stiga sigur, 113-102. 7. október 2021 22:16