Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2021 14:19 Hafsteinn Þór Hauksson fór yfir stöðuna á fundinum í morgun. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38
Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31