Beit sig til blóðs við tökur á einu þekktasta atriði Fóstbræðra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2021 22:48 Egill þurfti að setja myndavélina á upptöku og hreinlega hlaupa út úr herberginu þar sem Fóstbræðrasketsinn frægi var tekinn, og halda fyrir munninn. Svo fyndið þótti honum atriðið. Kvikmyndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson hefur starfað hjá Stöð 2 síðan stöðin fór í loftið árið 1986. Hann rifjaði upp eftirminnileg augnablik á ferlinum í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardaginn með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. Aðspurður hvað stæði upp úr á svo löngum ferli nefndi Egill meðal annars eldgosaferðir með Kristjáni Má, þegar gaus í Holuhrauni og jánkar því að mögulega hafi hann jafnvel verið örlítið hræddur í þeim ferðum. „Og svo náttúrulega Grímsvatnagosið. Svo þegar ég fór með Sunnu Karen [Sigurþórsdóttur] á Seyðisfjörð, í skriðurnar. Þegar skriðan kom og ég er þarna bara á sokkaleistunum og skyrtunni í hamfararigningu, að mynda á síma skriðuna koma niður. Það var rosalegt,“ sagði Egill. Egill hefur þó ekki eingöngu myndað fyrir fréttastofuna, heldur komið að gerð fjölmargra þátta á Stöð 2. Hann segir það mikið ævintýri að hafa tekið upp þættina Hvar er best að búa? með Lóu Pind Aldísardóttur, sem og Leitina að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Egill tók þá upp fyrstu þrjár þáttaraðirnar af hinum goðsagnakenndu grínþáttum Fóstbræðrum, og lýsir því meðal annars hvernig hann eyðilagði tvær tökur af einum þekktasta Fósbræðrasketsinum, sem margir þekkja í tengslum við frasann „Þú ert drekinn.“ Honum hafi einfaldlega þótt atriðið svo fyndið að hann réði ekki við sig „Ég var búinn að bíta mig í tunguna, til blóðs og allt. Mig minnir að þetta hafi verið á endanum þannig að ég þurfti að setja myndavélina á upptöku, fara út fyrir og bara, þú veist,“ sagði Egill áður en hann setti höndina fyrir munninn á sér. Grín og gaman Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Aðspurður hvað stæði upp úr á svo löngum ferli nefndi Egill meðal annars eldgosaferðir með Kristjáni Má, þegar gaus í Holuhrauni og jánkar því að mögulega hafi hann jafnvel verið örlítið hræddur í þeim ferðum. „Og svo náttúrulega Grímsvatnagosið. Svo þegar ég fór með Sunnu Karen [Sigurþórsdóttur] á Seyðisfjörð, í skriðurnar. Þegar skriðan kom og ég er þarna bara á sokkaleistunum og skyrtunni í hamfararigningu, að mynda á síma skriðuna koma niður. Það var rosalegt,“ sagði Egill. Egill hefur þó ekki eingöngu myndað fyrir fréttastofuna, heldur komið að gerð fjölmargra þátta á Stöð 2. Hann segir það mikið ævintýri að hafa tekið upp þættina Hvar er best að búa? með Lóu Pind Aldísardóttur, sem og Leitina að upprunanum með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur. Egill tók þá upp fyrstu þrjár þáttaraðirnar af hinum goðsagnakenndu grínþáttum Fóstbræðrum, og lýsir því meðal annars hvernig hann eyðilagði tvær tökur af einum þekktasta Fósbræðrasketsinum, sem margir þekkja í tengslum við frasann „Þú ert drekinn.“ Honum hafi einfaldlega þótt atriðið svo fyndið að hann réði ekki við sig „Ég var búinn að bíta mig í tunguna, til blóðs og allt. Mig minnir að þetta hafi verið á endanum þannig að ég þurfti að setja myndavélina á upptöku, fara út fyrir og bara, þú veist,“ sagði Egill áður en hann setti höndina fyrir munninn á sér.
Grín og gaman Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira