Grænar hindranir Svavar Halldórsson skrifar 15. október 2021 07:00 Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun