Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. október 2021 22:01 Andre Marriner, dómari leiksins, ræðir við lögregluþjón í stúkunni. Stu Forster/Getty Images Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug. Eftir rétt rúmlega 40 mínútna leik bjuggu leikmenn Tottenham sig undir að taka hornspyrnu. Á sama tíma tók Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, eftir því að ekki var allt með felldu uppi í stúku. Hann lét Andre Marriner, dómara leiksins, vita og hann stöðvaði leikinn. Andartökum seinna sást Eric Dier, varnarmaður Tottenham, taka sprettinn að sjúkrateymum liðanna, og í kjölfarið hlupu meðlimir þeirra með hjartastuðtæki í átt að stúkunni. Andre Marriner skipaði leikmönnum að fara inn í klefa á meðan stuðningsmaðurinn fékk aðhlynningu, en hann var svo fluttur á næsta sjúkrahús. Að lokum hélt leikurinn áfram, og gestirnir í Tottenham unnu 3-2 sigur. Nú fyrir skemmstu barst tilkynning frá Newcastle þar sem kemur fram að líðan mannsinns sé stöðug, og að hann sýni viðbrögð. „Félagið vill þakka stuðningsmönnunum fyrir skjót viðbrögð og að hafa vakið athygli á aðstæðum, og hrósa þeim sem framkvæmdu hjartahnoð. Ásamt því viljum við þakka læknateyminu á svæðinu sem brást hratt við og beitti nálægu hjartastuðtæki,“ segir meðal annars í tilkynningunni. #NUFC can confirm that a supporter who required emergency medical treatment during today's game at St. James’ Park is stable and responsive in hospital. 🙏— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021 „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir“ „Ég sá stuðningsmennina veifa og svo sá ég liggjandi mann,“ sagði Sergio Reguilon í samtali við BBC. „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir. Ég horfði á dómarann og hann stoppaði leikinn. Ég held að allt sé í lagi núna.“ „Þetta var mjög skrýtið, því við fórum inn í klefa og ég var að horfa á mann liggjandi í jörðinni. Ég var stressaður af því að mér líður ekki vel að sjá svona.“ Football is not the most important. Get well soon 💪🙏 pic.twitter.com/Ltwvxy7wrU— Sergio Reguilón (@sergio_regui) October 17, 2021 Enski boltinn Bretland England Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Eftir rétt rúmlega 40 mínútna leik bjuggu leikmenn Tottenham sig undir að taka hornspyrnu. Á sama tíma tók Sergio Reguilon, bakvörður Tottenham, eftir því að ekki var allt með felldu uppi í stúku. Hann lét Andre Marriner, dómara leiksins, vita og hann stöðvaði leikinn. Andartökum seinna sást Eric Dier, varnarmaður Tottenham, taka sprettinn að sjúkrateymum liðanna, og í kjölfarið hlupu meðlimir þeirra með hjartastuðtæki í átt að stúkunni. Andre Marriner skipaði leikmönnum að fara inn í klefa á meðan stuðningsmaðurinn fékk aðhlynningu, en hann var svo fluttur á næsta sjúkrahús. Að lokum hélt leikurinn áfram, og gestirnir í Tottenham unnu 3-2 sigur. Nú fyrir skemmstu barst tilkynning frá Newcastle þar sem kemur fram að líðan mannsinns sé stöðug, og að hann sýni viðbrögð. „Félagið vill þakka stuðningsmönnunum fyrir skjót viðbrögð og að hafa vakið athygli á aðstæðum, og hrósa þeim sem framkvæmdu hjartahnoð. Ásamt því viljum við þakka læknateyminu á svæðinu sem brást hratt við og beitti nálægu hjartastuðtæki,“ segir meðal annars í tilkynningunni. #NUFC can confirm that a supporter who required emergency medical treatment during today's game at St. James’ Park is stable and responsive in hospital. 🙏— Newcastle United FC (@NUFC) October 17, 2021 „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir“ „Ég sá stuðningsmennina veifa og svo sá ég liggjandi mann,“ sagði Sergio Reguilon í samtali við BBC. „Ég sá að eitthvað slæmt hafði komið fyrir. Ég horfði á dómarann og hann stoppaði leikinn. Ég held að allt sé í lagi núna.“ „Þetta var mjög skrýtið, því við fórum inn í klefa og ég var að horfa á mann liggjandi í jörðinni. Ég var stressaður af því að mér líður ekki vel að sjá svona.“ Football is not the most important. Get well soon 💪🙏 pic.twitter.com/Ltwvxy7wrU— Sergio Reguilón (@sergio_regui) October 17, 2021
Enski boltinn Bretland England Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira