Mane finnst mark Salah um helgina flottara en markið á móti Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 09:01 Liðsfélagar Mohamed Salah, þeir Naby Keita, Trent Alexander-Arnold og Roberto Firmino, fagna Egyptanum snjalla eftir markið um helgina. Getty/Justin Setterfield Ef það er einhver leikmaður sem er að gera tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður heims þá er það Mohamed Salah hjá Liverpool. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa eignast sér efstu tvö sætin í miklu meira en áratug en þeir hafa ekki alveg náð að sýna sitt besta að undanförnu. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Á móti hefur Mo Salah spilað frábærlega í upphafi leiktíðar og átti enn einn stórleikinn í 5-0 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hjálpaði fyrst Sadio Mane að komast í hundrað marka hópinn með stórkostlegri stoðsendingu en skoraði síðan enn eitt markið eftir stórbrotin einleik. Sadio Mane tjáði sig um mark Salah í viðtali á Liverpool síðunni en þar var rætt við Senegalann í tilefni af hundraðasta marki hans í ensku úrvalsdeildinni. „Ég kom í ensku úrvalsdeildinni til að skora eins mikið af mörkum og ég get og ekki síst að vinna titla. Í dag er ég mjög ánægður og mjög stoltur af því að skora hundrað mörk. Vonandi eru fleiri mörk og fleiri titlar á leiðinni,“ sagði Sadio Mane. A goal that to be seen from every angle @MoSalah s display of individual brilliance, presented by @Sonos pic.twitter.com/eg2hyPWBHA— Liverpool FC (@LFC) October 17, 2021 Markið hans Mo Salah gerði út um leikinn en það kom eftir magnaðan einleik inn í vítateig Watford liðsins. „Mér finnst þetta mark vera betra en markið hans á móti Man. City. Það kemur okkur samt ekkert á óvart enda þekkjum við hans gæði sem einn af bestu fótboltamönnum í heimi. Hann sýndi það í dag,“ sagði Mane. Það má ekki gleyma Roberto Firmino sem skoraði þrennu í leiknum en öll mörkin hans voru af einfaldari gerðinni og af stuttu færi. „Bobby líka, hann sýndi það að hann er líka einn af þeim bestu í heimi. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Ekki síst með þrennuna hans Bobby. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að glíma við meiðslin en hann er kominn aftur,“ sagði Mane. „Vonandi verður hann til staðar fyrir okkur og heldur áfram að skora mörk fyrir okkur til loka tímabilsins,“ sagði Mane. „Við spiluðu auðvitað mjög vel í dag. Byrjunin var mjög góð og við bjuggum til mikið af færum. Við skoruðum fimm yndisleg mörk,“ sagði Sadio Mane. Enski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa eignast sér efstu tvö sætin í miklu meira en áratug en þeir hafa ekki alveg náð að sýna sitt besta að undanförnu. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Á móti hefur Mo Salah spilað frábærlega í upphafi leiktíðar og átti enn einn stórleikinn í 5-0 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hjálpaði fyrst Sadio Mane að komast í hundrað marka hópinn með stórkostlegri stoðsendingu en skoraði síðan enn eitt markið eftir stórbrotin einleik. Sadio Mane tjáði sig um mark Salah í viðtali á Liverpool síðunni en þar var rætt við Senegalann í tilefni af hundraðasta marki hans í ensku úrvalsdeildinni. „Ég kom í ensku úrvalsdeildinni til að skora eins mikið af mörkum og ég get og ekki síst að vinna titla. Í dag er ég mjög ánægður og mjög stoltur af því að skora hundrað mörk. Vonandi eru fleiri mörk og fleiri titlar á leiðinni,“ sagði Sadio Mane. A goal that to be seen from every angle @MoSalah s display of individual brilliance, presented by @Sonos pic.twitter.com/eg2hyPWBHA— Liverpool FC (@LFC) October 17, 2021 Markið hans Mo Salah gerði út um leikinn en það kom eftir magnaðan einleik inn í vítateig Watford liðsins. „Mér finnst þetta mark vera betra en markið hans á móti Man. City. Það kemur okkur samt ekkert á óvart enda þekkjum við hans gæði sem einn af bestu fótboltamönnum í heimi. Hann sýndi það í dag,“ sagði Mane. Það má ekki gleyma Roberto Firmino sem skoraði þrennu í leiknum en öll mörkin hans voru af einfaldari gerðinni og af stuttu færi. „Bobby líka, hann sýndi það að hann er líka einn af þeim bestu í heimi. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Ekki síst með þrennuna hans Bobby. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að glíma við meiðslin en hann er kominn aftur,“ sagði Mane. „Vonandi verður hann til staðar fyrir okkur og heldur áfram að skora mörk fyrir okkur til loka tímabilsins,“ sagði Mane. „Við spiluðu auðvitað mjög vel í dag. Byrjunin var mjög góð og við bjuggum til mikið af færum. Við skoruðum fimm yndisleg mörk,“ sagði Sadio Mane.
Enski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira