Umsóknarfresturinn um embætti forstjóra framlengdur Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2021 12:14 Frá Landspítala við Hringbraut. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að í upphaflegri auglýsingu um embættið hafi verið veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ráðherra hafi nú ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma en áskilið sé í lögum nr. 70/1996. Ráðherra hefur jafnframt lengt setningartíma Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur í embætti forstjóra um tvo mánuði, það er til 1. mars næstkomandi. Páll Matthíasson tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi ákveðið að biðjast lausnar eftir að hafa gegnt embættinu í um átta ár. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, voru í hópi þeirra sem höfðu gagnrýnt þann skamma tíma sem gefinn var umsækjendum. Sagði Friðjón í samtali við RÚV að fá opinber störf væru flóknari eða viðameiri en einmitt umrætt embætti. Velti hann því upp hvort ráðuneytið kærði sig ekki um að fá margar umsóknir um stöðuna. Helga Vala taldi frestinn sömuleiðis óeðlilega stuttan. Sagði hún að um stórt og mikilvægt starf væri að ræða. Sagðist hún halda að þeir umsækjendur sem gætu komið til greina vildu skila frá sér vandaðri umsókn og greina frá því sem þau sjá að betur megi fara í rekstri spítalans. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að í upphaflegri auglýsingu um embættið hafi verið veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ráðherra hafi nú ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma en áskilið sé í lögum nr. 70/1996. Ráðherra hefur jafnframt lengt setningartíma Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur í embætti forstjóra um tvo mánuði, það er til 1. mars næstkomandi. Páll Matthíasson tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi ákveðið að biðjast lausnar eftir að hafa gegnt embættinu í um átta ár. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, voru í hópi þeirra sem höfðu gagnrýnt þann skamma tíma sem gefinn var umsækjendum. Sagði Friðjón í samtali við RÚV að fá opinber störf væru flóknari eða viðameiri en einmitt umrætt embætti. Velti hann því upp hvort ráðuneytið kærði sig ekki um að fá margar umsóknir um stöðuna. Helga Vala taldi frestinn sömuleiðis óeðlilega stuttan. Sagði hún að um stórt og mikilvægt starf væri að ræða. Sagðist hún halda að þeir umsækjendur sem gætu komið til greina vildu skila frá sér vandaðri umsókn og greina frá því sem þau sjá að betur megi fara í rekstri spítalans.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27
Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22