„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2021 11:01 Teitur Örn Einarsson er nýjasti leikmaður Flensburg. SG Flensburg-Handewitt Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér. Flensburg kynnti Teit sem nýjan leikmann félagsins í gær. Hann fékk sig lausan frá Kristianstad um helgina og skrifaði undir samning við Flensburg út tímabilið. Magnus Rød og Franz Samper, hægri skyttur Flensburg, eru meiddar og Teiti er ætlað að fylla skarð þeirra ásamt hinum þrautreynda Michael Müller. Selfyssingurinn segir að félagaskiptin hafi borið brátt að og hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig. „Þetta byrjaði síðasta miðvikudag og var frágengið á sunnudaginn. Þeir heyrðu í umboðsmanninum mínum, hann talaði við mig og ég var spenntur fyrir þessu. Þá var bara spurning hvort Kristianstad myndi hleypa mér af stað,“ sagði Teitur í samtali við Vísi í gær. Teitur lék meðal annars með Kristianstad í Meistaradeild Evrópu.getty/Alex Nicodim Hann er þakklátur forráðamönnum Kristianstad hvernig þeir tóku í beiðni hans um að fá að fara til Flensburg. „Þegar við ræddum við þá fannst þeim þetta svo stórt tækifæri og skref fram á við fyrir mig sem leikmann að þeir vildu ekki standa í vegi fyrir mér. Þeir voru mjög faglegir og geggjaðir með hvað þetta gekk allt vel.“ Var byrjaður að líta í kringum sig Teitur var á lokaárinu af samningi sínum við Kristianstad og hefði líklega róið á önnur mið næsta sumar. „Ég hugsa að ég hefði alltaf farið eftir tímabilið. Við vorum ekki búnir að ræða framlengingu eða neitt þannig. Ég var að skoða mig um þegar þetta kom allt í einu,“ sagði Teitur. Maik Machulla framlengdi samning sinn við Flensburg fyrr á mánudaginn. Hann hefur tvisvar sinnum gert liðið að þýskum meisturum.getty/Cathrin Mueller Hann er ekki að fara í neitt pöbbalið, heldur eitt sterkasta lið Evrópu. Flensburg varð Evrópumeistari 2014, þýskur meistari 2018 og 2019 og er með gríðarlega sterkan leikmannahóp. Opnar margar dyr fyrir mig Teitur segir að jafnvel þótt hann verði ekki lengur hjá Flensburg en fram á vor geti mánuðirnir hjá félaginu opnað ýmsa möguleika fyrir sig. „Þótt þetta sé bara eins árs samningur er þetta risa tækifæri fyrir mig, til að sýna að ég geti spilað á hæsta getustigi. Sama hvernig fer, hvort ég fái lengri samning hér eða ekki, opnar þetta margar dyr fyrir mig,“ sagði Teitur. Flensburg hefur sérstöðu í þýska handboltanum en í gegnum tíðina hefur liðið verið byggt upp á leikmönnum frá Norðurlöndunum. Í leikmannahópi Flensburg í dag eru sjö Danir, þrír Svíar og tveir Norðmenn. Tungumálið ekki vandamál Teitur segir að þessi sterka Norðurlandatenging auðveldi sér að koma sér fyrir í Flensburg. „Flestir strákanna í liðinu eru Skandínavar þannig að ég get talað við meirihluta þeirra án vandamála. Þetta er stórt skref en ekki of stórt,“ sagði Teitur. Sænski leikstjórnandinn Jim Gottfridsson er einn fjölmargra Skandínava hjá Flensburg.getty/Ronny Hartmann Ef allt gengur eftir leikur Selfyssingurinn sinn fyrsta leik fyrir Flensburg þegar liðið sækir Veszprém heim í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hann á von á því að fá stórt hlutverk í liði Flensburg, allavega fyrst um sinn. Rød snýr væntanlega aftur í næsta mánuði en óvíst er hvenær Samper kemur aftur á völlinn. Áðurnefndur Müller var hættur en tók skóna af hillunni til að hjálpa Flensburg og hlutverk hans verður sennilega ekki ýkja mikið. „Við vorum á æfingu áðan og þá spilaði hann bara í vörn. Hann hafði verið hættur í tvö ár en er með til að hjálpa gamla félaginu sínu. Þetta er góður gæi,“ sagði Teitur. Skemmtilegur Íslendingahópur í Kristianstad Hann lék með Kristianstad í þrjú ár og kunni afar vel við sig í góðum hópi Íslendinga þar, sem tengjast bæði fótbolta- og handboltaliði félagsins. „Þetta var frábært milliskref, að fara þangað frá Íslandi og svo til Þýskalands. Þetta var eins og ég teiknaði upp. Það gekk upp og ofan þessi þrjú ár sem ég var hjá félaginu en þetta var rosalega góður skóli fyrir mig,“ sagði Teitur. „Það er alveg jafn auðvelt að búa þarna og heima hjá sér. Svo voru fullt af Íslendingum þarna og maður myndaði tengsl sem hefðu aldrei annars myndast. Þetta var rosalega skemmtilegur hópur og gaman að vera í kringum hann. Þetta voru þrjú góð ár og ég er þakklátur að hafa tekið þetta skref,“ sagði Teitur. Leikmenn Kristianstad fagna sigri á Dinamo Búkarest á síðasta tímabili. Á myndinni sést Ólafur Guðmundsson sem lék lengi með Kristianstad áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi í sumar.getty/Alex Nicodim Eftir brotthvarf hans er enginn Íslendingur eftir í karlaliði Kristianstad í handboltanum, í fyrsta sinn í langan tíma. Kærasta Teits, Andrea Jacobsen, leikur þó enn með kvennaliðinu. Eftir tímabilið fækkar Íslendingunum í fótboltaliði Kristianstad verulega. Sif Atladóttir og eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, eru á heimleið og Sveindís Jane Jónsdóttir snýr aftur til Wolfsburg eftir lánsdvöl hjá Kristianstad. Teitur er ánægður með næsta áfangastað Björns en hann hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss. „Ég hefði ekki getað mælt með betri manni. Þetta er frábær og yndislegur gæi,“ sagði Teitur að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Flensburg kynnti Teit sem nýjan leikmann félagsins í gær. Hann fékk sig lausan frá Kristianstad um helgina og skrifaði undir samning við Flensburg út tímabilið. Magnus Rød og Franz Samper, hægri skyttur Flensburg, eru meiddar og Teiti er ætlað að fylla skarð þeirra ásamt hinum þrautreynda Michael Müller. Selfyssingurinn segir að félagaskiptin hafi borið brátt að og hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig. „Þetta byrjaði síðasta miðvikudag og var frágengið á sunnudaginn. Þeir heyrðu í umboðsmanninum mínum, hann talaði við mig og ég var spenntur fyrir þessu. Þá var bara spurning hvort Kristianstad myndi hleypa mér af stað,“ sagði Teitur í samtali við Vísi í gær. Teitur lék meðal annars með Kristianstad í Meistaradeild Evrópu.getty/Alex Nicodim Hann er þakklátur forráðamönnum Kristianstad hvernig þeir tóku í beiðni hans um að fá að fara til Flensburg. „Þegar við ræddum við þá fannst þeim þetta svo stórt tækifæri og skref fram á við fyrir mig sem leikmann að þeir vildu ekki standa í vegi fyrir mér. Þeir voru mjög faglegir og geggjaðir með hvað þetta gekk allt vel.“ Var byrjaður að líta í kringum sig Teitur var á lokaárinu af samningi sínum við Kristianstad og hefði líklega róið á önnur mið næsta sumar. „Ég hugsa að ég hefði alltaf farið eftir tímabilið. Við vorum ekki búnir að ræða framlengingu eða neitt þannig. Ég var að skoða mig um þegar þetta kom allt í einu,“ sagði Teitur. Maik Machulla framlengdi samning sinn við Flensburg fyrr á mánudaginn. Hann hefur tvisvar sinnum gert liðið að þýskum meisturum.getty/Cathrin Mueller Hann er ekki að fara í neitt pöbbalið, heldur eitt sterkasta lið Evrópu. Flensburg varð Evrópumeistari 2014, þýskur meistari 2018 og 2019 og er með gríðarlega sterkan leikmannahóp. Opnar margar dyr fyrir mig Teitur segir að jafnvel þótt hann verði ekki lengur hjá Flensburg en fram á vor geti mánuðirnir hjá félaginu opnað ýmsa möguleika fyrir sig. „Þótt þetta sé bara eins árs samningur er þetta risa tækifæri fyrir mig, til að sýna að ég geti spilað á hæsta getustigi. Sama hvernig fer, hvort ég fái lengri samning hér eða ekki, opnar þetta margar dyr fyrir mig,“ sagði Teitur. Flensburg hefur sérstöðu í þýska handboltanum en í gegnum tíðina hefur liðið verið byggt upp á leikmönnum frá Norðurlöndunum. Í leikmannahópi Flensburg í dag eru sjö Danir, þrír Svíar og tveir Norðmenn. Tungumálið ekki vandamál Teitur segir að þessi sterka Norðurlandatenging auðveldi sér að koma sér fyrir í Flensburg. „Flestir strákanna í liðinu eru Skandínavar þannig að ég get talað við meirihluta þeirra án vandamála. Þetta er stórt skref en ekki of stórt,“ sagði Teitur. Sænski leikstjórnandinn Jim Gottfridsson er einn fjölmargra Skandínava hjá Flensburg.getty/Ronny Hartmann Ef allt gengur eftir leikur Selfyssingurinn sinn fyrsta leik fyrir Flensburg þegar liðið sækir Veszprém heim í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hann á von á því að fá stórt hlutverk í liði Flensburg, allavega fyrst um sinn. Rød snýr væntanlega aftur í næsta mánuði en óvíst er hvenær Samper kemur aftur á völlinn. Áðurnefndur Müller var hættur en tók skóna af hillunni til að hjálpa Flensburg og hlutverk hans verður sennilega ekki ýkja mikið. „Við vorum á æfingu áðan og þá spilaði hann bara í vörn. Hann hafði verið hættur í tvö ár en er með til að hjálpa gamla félaginu sínu. Þetta er góður gæi,“ sagði Teitur. Skemmtilegur Íslendingahópur í Kristianstad Hann lék með Kristianstad í þrjú ár og kunni afar vel við sig í góðum hópi Íslendinga þar, sem tengjast bæði fótbolta- og handboltaliði félagsins. „Þetta var frábært milliskref, að fara þangað frá Íslandi og svo til Þýskalands. Þetta var eins og ég teiknaði upp. Það gekk upp og ofan þessi þrjú ár sem ég var hjá félaginu en þetta var rosalega góður skóli fyrir mig,“ sagði Teitur. „Það er alveg jafn auðvelt að búa þarna og heima hjá sér. Svo voru fullt af Íslendingum þarna og maður myndaði tengsl sem hefðu aldrei annars myndast. Þetta var rosalega skemmtilegur hópur og gaman að vera í kringum hann. Þetta voru þrjú góð ár og ég er þakklátur að hafa tekið þetta skref,“ sagði Teitur. Leikmenn Kristianstad fagna sigri á Dinamo Búkarest á síðasta tímabili. Á myndinni sést Ólafur Guðmundsson sem lék lengi með Kristianstad áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi í sumar.getty/Alex Nicodim Eftir brotthvarf hans er enginn Íslendingur eftir í karlaliði Kristianstad í handboltanum, í fyrsta sinn í langan tíma. Kærasta Teits, Andrea Jacobsen, leikur þó enn með kvennaliðinu. Eftir tímabilið fækkar Íslendingunum í fótboltaliði Kristianstad verulega. Sif Atladóttir og eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, eru á heimleið og Sveindís Jane Jónsdóttir snýr aftur til Wolfsburg eftir lánsdvöl hjá Kristianstad. Teitur er ánægður með næsta áfangastað Björns en hann hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss. „Ég hefði ekki getað mælt með betri manni. Þetta er frábær og yndislegur gæi,“ sagði Teitur að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira