Ákall frá Cristiano Ronaldo: Okkar tími er að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 08:01 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal í síðasta Meistaradeildarleik liðsins. EPA-EFE/Peter Powell Cristiano Ronaldo sendi liðsfélögunum sem og stuðningsmönnunum Manchester United hvatningarorð á samfélagsmiðlum sínum í gær, degi fyrir mikilvægan leik á móti ítalska liðinu Atlanta í Meistaradeildinni. United liðið tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Ronaldo sjálfur átti ekki góðan leik. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun þar sem hann var kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Pressan er nú mikil á Ronaldo og öllu United liðinu því auk þess að vera að missa af lestinni í titilbaráttunni með sama áframhaldi þá gæti liðið flækt málin talsvert í Meistaradeildinni með slæmum úrslitum á móti Atalanta. Ronaldo sendi frá sér þessa kveðju hér fyrir neðan en hann er með 357 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Okkar tími er að koma! Við þurfum að sýna hverjir við erum og úr hverju við erum gerðir. Meistaradeildin er fullkomin keppni til að sanna okkur fyrir heiminum. Engar afsakanir. Keyrum á þetta,“ skrifaði Cristiano Ronaldo í kveðju sinni. Yfir sex milljónir höfðu líkað við færslu hans í morgun. Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og United fékk bara eitt stig af níu mögulegum í þeim. Hann hefur aftur á móti skorað í báðum Meistaradeildarleikjum liðsins þar á meðal sigurmarkið á móti Villarreal í uppbótartíma í síðasta leik. Lionel Messi skoraði tvö mörk í endurkomusigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það ætti að boða gott fyrir United liðið enda Ronaldo vanur að svara því inn á vellinum þegar Messi stelur fyrirsögnunum. Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira
United liðið tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og Ronaldo sjálfur átti ekki góðan leik. Honum hefur ekki tekist að fylgja eftir góðri byrjun þar sem hann var kosinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Pressan er nú mikil á Ronaldo og öllu United liðinu því auk þess að vera að missa af lestinni í titilbaráttunni með sama áframhaldi þá gæti liðið flækt málin talsvert í Meistaradeildinni með slæmum úrslitum á móti Atalanta. Ronaldo sendi frá sér þessa kveðju hér fyrir neðan en hann er með 357 milljónir fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Okkar tími er að koma! Við þurfum að sýna hverjir við erum og úr hverju við erum gerðir. Meistaradeildin er fullkomin keppni til að sanna okkur fyrir heiminum. Engar afsakanir. Keyrum á þetta,“ skrifaði Cristiano Ronaldo í kveðju sinni. Yfir sex milljónir höfðu líkað við færslu hans í morgun. Ronaldo skoraði þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni en hefur ekki skorað í síðustu þremur leikjum og United fékk bara eitt stig af níu mögulegum í þeim. Hann hefur aftur á móti skorað í báðum Meistaradeildarleikjum liðsins þar á meðal sigurmarkið á móti Villarreal í uppbótartíma í síðasta leik. Lionel Messi skoraði tvö mörk í endurkomusigri í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það ætti að boða gott fyrir United liðið enda Ronaldo vanur að svara því inn á vellinum þegar Messi stelur fyrirsögnunum. Leikur Manchester United og Atalanta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.50. Á undan verður upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið frá klukkan 18.15 og eftir leikinn verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Sjá meira