Skiljum engan eftir, út undan eða í hættu Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir skrifa 20. október 2021 20:14 Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi. Faraldrinum hefur fylgt aukin jaðarsetning, heimilisofbeldi, geðheilsutengd vandamál og tekjutap og hann hefur verulega skert möguleika okkar á að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru það fátækustu og viðkvæmustu hóparnir sem verða verst út, þar með talið börn, aldraðir, öryrkjar, flóttafólk og aðrir farendur og oft eru það konur sem verða hvað verst úti. Þetta þýðir auknar áskoranir fyrir okkur sem tökum þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. Í starfi okkar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að áhrif faraldsins snerta okkur ekki öll á sama hátt. Hver við erum skiptir máli þegar kemur að möguleikum okkar til að bregðast við erfiðum tímum. Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum. Í öllu neyðarstarfi og þróunarsamvinnu okkar er hugað að því að skilja fjölbreytileika samfélaganna sem við vinnum með, og að við skiljum hverjar hinar mismunandi þarfir eru og áhættuþættir fyrir hvern og einn. Ef við náum ekki til þeirra sem hvað höllustum fæti standa munum við aldrei ná markmiðum okkar. Við þurfum einnig að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem fólk stendur frammi fyrir og tryggja að aðgerðir okkar valdi ekki auknum skaða. Við í Rauða krossinum viljum efla umræðu um þessi mál og skapa samræðuvettvang um mikilvægi þess að huga að jafnrétti, þátttöku og vernd gegn ofbeldi í alþjóðlegri neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu. Í samvinnu við Jafnréttisskóla GRÓ og með styrk frá utanríkisráðuneytinu höfum við skipulagt málstofu sem verður haldin á morgun og föstudag. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir félagasamtök og aðra er málið varða, meðal annarsfólk úr háskólasamfélaginu og frá hinu opinbera, til að deila reynslu og efla umræðu og samvinnu um ofangreind málefni. Á morgun fimmtudaginn 21 október verður málstofan vefræn. Dagskráin er í fjórum hlutum, í fyrsta hluta verður fjallað um stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og barna á heimsvísu. Annar hluti verður um málefni tengd vernd gegn ofbeldi, sérstaklega verður fjallað um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og þvinguð barnahjónabönd. Þriðji hluti fjalla um kyn í tengslum við jafnrétti og hvernig starf tengt jafnrétti hefur þróast. Síðasti hluti fjallar um jafna þátttöku þar sem tekin verða dæmi um hvernig við tryggjum jafna þátttökumöguleika fólks, þar á meðal verður sérstaklega talað um þátttöku fatlaðs fólks. Föstudaginn 22 október mun málstofan fara fram í Háskóla Íslands, þar sem verða 3 vinnustofur. Meiri upplýsingar um dagskránna og hvernig má skrá sig er hægt að finna á https://pgiseminar.wordpress.com/. Höfundar eru Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg samfélagsleg áhrif, ekki bara hér innanlands heldur á heimsvísu. Fylgifiskar faraldursins hafa meðal annars verið aukin hætta á ójöfnuði og ofbeldi. Faraldrinum hefur fylgt aukin jaðarsetning, heimilisofbeldi, geðheilsutengd vandamál og tekjutap og hann hefur verulega skert möguleika okkar á að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Oftast eru það fátækustu og viðkvæmustu hóparnir sem verða verst út, þar með talið börn, aldraðir, öryrkjar, flóttafólk og aðrir farendur og oft eru það konur sem verða hvað verst úti. Þetta þýðir auknar áskoranir fyrir okkur sem tökum þátt í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð. Í starfi okkar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að áhrif faraldsins snerta okkur ekki öll á sama hátt. Hver við erum skiptir máli þegar kemur að möguleikum okkar til að bregðast við erfiðum tímum. Rauði krossinn á Íslandi og Rauða kross hreyfingin á heimsvísu hefur um áratugaskeið brugðist við neyð víða um heim og stutt við samfélög er þau vinna að því að ná heimsmarkmiðunum. Í öllu neyðarstarfi og þróunarsamvinnu okkar er hugað að því að skilja fjölbreytileika samfélaganna sem við vinnum með, og að við skiljum hverjar hinar mismunandi þarfir eru og áhættuþættir fyrir hvern og einn. Ef við náum ekki til þeirra sem hvað höllustum fæti standa munum við aldrei ná markmiðum okkar. Við þurfum einnig að geta brugðist við þeim áhættuþáttum sem fólk stendur frammi fyrir og tryggja að aðgerðir okkar valdi ekki auknum skaða. Við í Rauða krossinum viljum efla umræðu um þessi mál og skapa samræðuvettvang um mikilvægi þess að huga að jafnrétti, þátttöku og vernd gegn ofbeldi í alþjóðlegri neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu. Í samvinnu við Jafnréttisskóla GRÓ og með styrk frá utanríkisráðuneytinu höfum við skipulagt málstofu sem verður haldin á morgun og föstudag. Málstofunni er ætlað að vera vettvangur fyrir félagasamtök og aðra er málið varða, meðal annarsfólk úr háskólasamfélaginu og frá hinu opinbera, til að deila reynslu og efla umræðu og samvinnu um ofangreind málefni. Á morgun fimmtudaginn 21 október verður málstofan vefræn. Dagskráin er í fjórum hlutum, í fyrsta hluta verður fjallað um stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og stöðu kvenna og barna á heimsvísu. Annar hluti verður um málefni tengd vernd gegn ofbeldi, sérstaklega verður fjallað um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og þvinguð barnahjónabönd. Þriðji hluti fjalla um kyn í tengslum við jafnrétti og hvernig starf tengt jafnrétti hefur þróast. Síðasti hluti fjallar um jafna þátttöku þar sem tekin verða dæmi um hvernig við tryggjum jafna þátttökumöguleika fólks, þar á meðal verður sérstaklega talað um þátttöku fatlaðs fólks. Föstudaginn 22 október mun málstofan fara fram í Háskóla Íslands, þar sem verða 3 vinnustofur. Meiri upplýsingar um dagskránna og hvernig má skrá sig er hægt að finna á https://pgiseminar.wordpress.com/. Höfundar eru Natalia Herrera Eslava og Sólrún María Ólafsdóttir, verkefnastjórar á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun