„Við erum bara eins og litlir smástrákar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. október 2021 21:35 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn. „Ég veit eiginlega bara ekki hvað ég á að segja. Ég er bara í hálfgerðu sjokki sjálfur,“ sagði Halldór Jóhann að leik loknum. „Þetta Stjörnulið sem mætti hérna í dag og miðað við það sem vantar hjá þeim, auðvitað vantar hjá okkur líka, en mér finnst við bara eiga að vinna þetta lið hérna á heimavelli. Alveg klárlega.“ „Við erum yfir 10-5 og ég í rauninni átta mig ekki á framhaldinu. Það er einn tekinn úr umferð, við förum í sjö á sex og það er samt einn tekinn úr umferð þannig að við erum sex á fimm. Við gerum svo mikið af gloríum og við erum svo hræddir. Við erum bara eins og klofinn persónuleiki.“ „Ef við ætlum að bera saman sóknarleikinn okkar í leiknum á móti slóvenska liðinu um helgina og svo þetta, hvað menn buðu upp á í ákvarðanatöku í dag, ég eiginlega bara skil það ekki. Auðvitað erum við í vandræðum og það vantar inn í liðið, en það er ekkert nýtt fyrir okkur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja og ég er bara í hálfgerðu sjokki með 45 mínútur af leiknum.“ Eins og Halldór nefndi þá náðu Selfyssingar góðu forskoti í upphafi leiks. Sóknarleikur liðsins var góður og gestirnir áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir á varnarleik heimamanna. Selfyssingar skoruðu svo aðeins eitt mark á seinustu tólf mínútum fyrri hálfleiks og fundu taktinn aldrei í seinni hálfleik. Halldór segir að menn taki ekki ábyrgð á því sem þeir eru að gera inni á vellinum. „Við bara tökum ekki ábyrgð. Hver og einn bara leitar á næsta mann og það er alltaf eitthvað að hjá næsta manni í staðinn fyrir að menn taki ábyrgð á því sem þeir eru að gera inni á vellinum.“ „Það er bara það sem gerðist núna og það hefur alveg gerst áður. Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem þetta gerist og alveg örugglega ekki það síðasta.“ „En það er bara ekki í boði að við getum verið bara eins og klofinn persónuleiki á milli leikja. Þetta er í raun og veru svakalegt að upplifa þetta í leiknum og hvernig við verðum á kafla hlaupandi um eins og hauslausar hænur.“ „Við erum hérna út um allan völl að reyna að gera hlutina eins hratt og við getum, missum alla yfirsýn, en erum samt einum fleiri. Við ætlum einhvern veginn að þvinga allt fram, sama hvað er búið að tala um hlutina. Við bara lokumst og verðum hræddir og þegar við verðum hræddir þá hættum við að horfa á markið og hugsa skýrt.“ Eins og áður hefur komið fram vantar mikið í lið Selfyssinga og liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum. Halldór segir að hægt sé að tala um krísu, allavega í þessum leik. „Ég myndi segja að þessi leikur hafi verið alveg ótrúleg krísa. Það er í rauninni magnað að við skulum geta, hérna á heimavelli, boðið upp á þennan leik.“ „Það voru bara alls konar leikmenn sem komu inn á hjá Stjörnuliðinu sem voru bara eins og snillingar fyrir framan okkur.“ „Við tökum varla góða ákvörðun síðustu 45 mínúturnar og við gerum alveg ótrúlega mikið af mistökum. Þegar við fáum færi þá skorum við ekki fram hjá markmanninum. Við erum bara eins og litlir smástrákar í leiknum. Það er leiðinlegt að segja það er bara þannig. Við vorum eins og fimmti flokkur að spila á móti meistaraflokki.“ Selfyssingar fara til Slóveníu um helgina þar sem að liðið tekur þátt í Evrópukeppni, en Halldór segir það ekki hans verk að gíra menn upp í þann leik. „Þú ert hérna leikmaður í meistaraflokki, á hæsta „leveli“ á Íslandi, og þá má það ekki vera þannig að þjálfarinn eigi að mæta inn í klefa að peppa menn eitthvað upp. Þegar menn horfa á þennan leik og sjá eigin frammistöðu, ef þú ert alvöru íþróttamaður þá hlýturðu að mæta eins og maður til baka. Það er bara þannig.“ „Við vorum ekki alvöru íþróttamenn hérna í leiknum. Við vorum ekki klókir, við börðumst kannski allan tímann, en það vantaði bara alla hugsun hjá okkur alveg ótrúlega stóran part af leiknum.“ „Þetta var svona svipað eins og Gróttuleikurinn hérna í fyrra þar sem við í raun og veru verðum bara eins og smástrákar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. 20. október 2021 22:26 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
„Ég veit eiginlega bara ekki hvað ég á að segja. Ég er bara í hálfgerðu sjokki sjálfur,“ sagði Halldór Jóhann að leik loknum. „Þetta Stjörnulið sem mætti hérna í dag og miðað við það sem vantar hjá þeim, auðvitað vantar hjá okkur líka, en mér finnst við bara eiga að vinna þetta lið hérna á heimavelli. Alveg klárlega.“ „Við erum yfir 10-5 og ég í rauninni átta mig ekki á framhaldinu. Það er einn tekinn úr umferð, við förum í sjö á sex og það er samt einn tekinn úr umferð þannig að við erum sex á fimm. Við gerum svo mikið af gloríum og við erum svo hræddir. Við erum bara eins og klofinn persónuleiki.“ „Ef við ætlum að bera saman sóknarleikinn okkar í leiknum á móti slóvenska liðinu um helgina og svo þetta, hvað menn buðu upp á í ákvarðanatöku í dag, ég eiginlega bara skil það ekki. Auðvitað erum við í vandræðum og það vantar inn í liðið, en það er ekkert nýtt fyrir okkur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja og ég er bara í hálfgerðu sjokki með 45 mínútur af leiknum.“ Eins og Halldór nefndi þá náðu Selfyssingar góðu forskoti í upphafi leiks. Sóknarleikur liðsins var góður og gestirnir áttu í miklum vandræðum með að finna lausnir á varnarleik heimamanna. Selfyssingar skoruðu svo aðeins eitt mark á seinustu tólf mínútum fyrri hálfleiks og fundu taktinn aldrei í seinni hálfleik. Halldór segir að menn taki ekki ábyrgð á því sem þeir eru að gera inni á vellinum. „Við bara tökum ekki ábyrgð. Hver og einn bara leitar á næsta mann og það er alltaf eitthvað að hjá næsta manni í staðinn fyrir að menn taki ábyrgð á því sem þeir eru að gera inni á vellinum.“ „Það er bara það sem gerðist núna og það hefur alveg gerst áður. Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem þetta gerist og alveg örugglega ekki það síðasta.“ „En það er bara ekki í boði að við getum verið bara eins og klofinn persónuleiki á milli leikja. Þetta er í raun og veru svakalegt að upplifa þetta í leiknum og hvernig við verðum á kafla hlaupandi um eins og hauslausar hænur.“ „Við erum hérna út um allan völl að reyna að gera hlutina eins hratt og við getum, missum alla yfirsýn, en erum samt einum fleiri. Við ætlum einhvern veginn að þvinga allt fram, sama hvað er búið að tala um hlutina. Við bara lokumst og verðum hræddir og þegar við verðum hræddir þá hættum við að horfa á markið og hugsa skýrt.“ Eins og áður hefur komið fram vantar mikið í lið Selfyssinga og liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum. Halldór segir að hægt sé að tala um krísu, allavega í þessum leik. „Ég myndi segja að þessi leikur hafi verið alveg ótrúleg krísa. Það er í rauninni magnað að við skulum geta, hérna á heimavelli, boðið upp á þennan leik.“ „Það voru bara alls konar leikmenn sem komu inn á hjá Stjörnuliðinu sem voru bara eins og snillingar fyrir framan okkur.“ „Við tökum varla góða ákvörðun síðustu 45 mínúturnar og við gerum alveg ótrúlega mikið af mistökum. Þegar við fáum færi þá skorum við ekki fram hjá markmanninum. Við erum bara eins og litlir smástrákar í leiknum. Það er leiðinlegt að segja það er bara þannig. Við vorum eins og fimmti flokkur að spila á móti meistaraflokki.“ Selfyssingar fara til Slóveníu um helgina þar sem að liðið tekur þátt í Evrópukeppni, en Halldór segir það ekki hans verk að gíra menn upp í þann leik. „Þú ert hérna leikmaður í meistaraflokki, á hæsta „leveli“ á Íslandi, og þá má það ekki vera þannig að þjálfarinn eigi að mæta inn í klefa að peppa menn eitthvað upp. Þegar menn horfa á þennan leik og sjá eigin frammistöðu, ef þú ert alvöru íþróttamaður þá hlýturðu að mæta eins og maður til baka. Það er bara þannig.“ „Við vorum ekki alvöru íþróttamenn hérna í leiknum. Við vorum ekki klókir, við börðumst kannski allan tímann, en það vantaði bara alla hugsun hjá okkur alveg ótrúlega stóran part af leiknum.“ „Þetta var svona svipað eins og Gróttuleikurinn hérna í fyrra þar sem við í raun og veru verðum bara eins og smástrákar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. 20. október 2021 22:26 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Stjarnan 20-25 | Stjarnan enn með fullt hús stiga Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir nokkuð sannfærandi fimm marka sigur gegn Selfyssingum í Set-höllinni á Selfossi, 25-20. 20. október 2021 22:26