„Setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. október 2021 22:30 Mynd/Skjáskot Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að búast megi við jöfnum og hörðum leik þegar Ísland tekur á móti Tékkum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2023 á morgun. „Ég held að staðan á hópnum sé bara nokkuð góð. Við höfum farið í marga svona stóra leiki áður þannig að við erum með góða góða blöndu af reynslumiklum og ungum leikmönnum sem eru kannski að fara í svona stærri leiki í fyrsta sinn,“ sagði Dagný. „En ég held að við séum bara mjög klárar. Við erum búnar að æfa vel í vikunni og það bara gengur vel.“ Eins og gefur að skilja er leikurinn á morgun mjög mikilvægur, og einhverjir eru jafnvel farnir að stilla þessu upp sem hálfgerðum úrslitaleik strax í upphafi undankeppninnar. Dagný segist þó ekki finna fyrir því. „Nei, ég viðurkenni að allavega ég persónulega finn ekki mikið fyrir því. Við samt setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig þannig að ég held að pressan komi kannski bara frá okkur sjálfum.“ En við hverju megum við búast í leiknum á morgun? „Bara jöfnum leik, og hörðum leik. Ég held að bæði lið verði svolítið föst fyrir. en vonandi verðum við meira með boltann og skorum fleiri mörk.“ Í tékkneska liðinu er liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham, Katerina Svitkova. Dagný segist hafa verið búin að vara hana við veðurfarinu á Íslandi, en þvertekur fyrir það að hafa málað upp of svarta mynd af aðstæðunum hér. „Hún lýgur því nú, ég sagði ekki að aðstæðurnar væru hræðilegar. Ég sagði henni að það væri orðið kalt og maður gæti búist við rigningu og roki og frosti og öllu.“ „Ég sagði henni líka að grasvellirnir á Íslandi væru ekkert sérstaklega góðir í október. Hún hefur kannski tekið mig of mikið á orðinu, en kannski er bara fínt að þær haldi að þett sé eitthvað hræðilegt. Við erum allavega vanar að spila í þessu en ég veit ekki með þær.“ Þrátt fyrir að hafa málað upp frekar slæma mynd af veðurfarinu á Íslandi segir Dagný að æfingar í vikunni hafi gengið vel og að liðið sé tilbúið í verkefnið sem framundan er. „Já, algjörlega. Við erum búnar að fá mjög fínt veður í vikunni. Í seinasta verkefni átti að vera miklu verra veður en það rættist úr því. Ég held að versta veðrið sem ég hef spilað í núna í ár hafi verið í júní. Þá var bara óveður á eitt markið.“ „En ég held að það sé spáð fínu veðri og smá rigningu. er það ekki bara svona klassískt og skemmtilegt fótboltaveður?“ sagði Dagný að lokum. Viðtalið við Dagnýju má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Ég held að staðan á hópnum sé bara nokkuð góð. Við höfum farið í marga svona stóra leiki áður þannig að við erum með góða góða blöndu af reynslumiklum og ungum leikmönnum sem eru kannski að fara í svona stærri leiki í fyrsta sinn,“ sagði Dagný. „En ég held að við séum bara mjög klárar. Við erum búnar að æfa vel í vikunni og það bara gengur vel.“ Eins og gefur að skilja er leikurinn á morgun mjög mikilvægur, og einhverjir eru jafnvel farnir að stilla þessu upp sem hálfgerðum úrslitaleik strax í upphafi undankeppninnar. Dagný segist þó ekki finna fyrir því. „Nei, ég viðurkenni að allavega ég persónulega finn ekki mikið fyrir því. Við samt setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig þannig að ég held að pressan komi kannski bara frá okkur sjálfum.“ En við hverju megum við búast í leiknum á morgun? „Bara jöfnum leik, og hörðum leik. Ég held að bæði lið verði svolítið föst fyrir. en vonandi verðum við meira með boltann og skorum fleiri mörk.“ Í tékkneska liðinu er liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham, Katerina Svitkova. Dagný segist hafa verið búin að vara hana við veðurfarinu á Íslandi, en þvertekur fyrir það að hafa málað upp of svarta mynd af aðstæðunum hér. „Hún lýgur því nú, ég sagði ekki að aðstæðurnar væru hræðilegar. Ég sagði henni að það væri orðið kalt og maður gæti búist við rigningu og roki og frosti og öllu.“ „Ég sagði henni líka að grasvellirnir á Íslandi væru ekkert sérstaklega góðir í október. Hún hefur kannski tekið mig of mikið á orðinu, en kannski er bara fínt að þær haldi að þett sé eitthvað hræðilegt. Við erum allavega vanar að spila í þessu en ég veit ekki með þær.“ Þrátt fyrir að hafa málað upp frekar slæma mynd af veðurfarinu á Íslandi segir Dagný að æfingar í vikunni hafi gengið vel og að liðið sé tilbúið í verkefnið sem framundan er. „Já, algjörlega. Við erum búnar að fá mjög fínt veður í vikunni. Í seinasta verkefni átti að vera miklu verra veður en það rættist úr því. Ég held að versta veðrið sem ég hef spilað í núna í ár hafi verið í júní. Þá var bara óveður á eitt markið.“ „En ég held að það sé spáð fínu veðri og smá rigningu. er það ekki bara svona klassískt og skemmtilegt fótboltaveður?“ sagði Dagný að lokum. Viðtalið við Dagnýju má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira