Getur endað með einangrun ungs fólks Sigríður Fossberg Thorlacius skrifar 22. október 2021 08:04 Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun