Messi vill Agüero til Parísar í stað Icardi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2021 08:00 Messi vill fá góðvin sinn og herbergisfélaga með landsliðinu til Parísar. Alexandre Schneider/Getty Images Mauro Icardi virðist vera í vandræðum á fleiri stöðum en heima hjá sér þessa dagana. Lionel Messi vill losna við kauða og fá góðvin sinn Sergio Agüero til félagsins í staðinn. Ekki er langt síðan orðrómar fóru á kreik að hjónaband Icardi stæði á brauðfótum. Hvað sem því kemur þá er Icardi einnig í vandræðum hjá félagi sínu París Saint-Germain þar sem samlandi hans Lionel Messi vill hann á bak og burt. Raunar hótaði Icardi að yfirgefa félagið ef eiginkonan myndi ekki snúa aftur. Fór það svo að Wanda Nara, eiginkona framherjans, sneri aftur en svo gæti samt sem áður farið að Icardi muni yfirgefa PSG.Messi gekk til liðs við PSG í sumar og hefur fram til þessa haft heldur hægt um sig. Nú virðist hann hafa fært sig upp á skaftið en í frétt El Nacional segir að Messi og Icardi nái engan veginn saman.Það þýðir aðeins eitt; Icardi fær að fjúka.Lionel Messi vonast til að Parísarliðið nái samkomulagi við hans fyrrum félag Barcelona og samþykki leikmannaskipti. Sergio Agüero, góðvinur Messi og herbergisfélagi í landsliðinu, myndi þá koma til Parísar (aðeins nokkrum mánuðum eftir að ganga í raðir Börsunga) og Icardi færi til Katalóníu.Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Messi vilji losna við Icardi en sá síðarnefndi er viss um að andúð Messi sé ástæða þess að hann hafi ekki spilað fyrir argentíska landsliðið síðan árið 2018. Talið er að ástarævintýri Icardi og Wöndu Nara, þáverandi eiginkonu Maxi Lopez og góðvinar Messi, spili sinn þátt í andúð Messi á Icardi. Svo virðist sem stórstjarnan hafi haldið sig á mottunni til að byrja með en nú þegar janúarglugginn fer senn að opna hefur Lionel ákveðið að gefa stjórn PSG skýr skilaboð um hvaða leikmann hinn vill helst losna við sem og hvaða leikmaður ætti að koma inn í hans stað.Nú er bara að bíða og sjá hvort Messi hafi sömu völd í París og hann gerði Katalóníu.Stefnir allt í að Icardi þurfi að ganga enn lengra frá Lionel Messi.Xavier Laine/Getty Images Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ekki er langt síðan orðrómar fóru á kreik að hjónaband Icardi stæði á brauðfótum. Hvað sem því kemur þá er Icardi einnig í vandræðum hjá félagi sínu París Saint-Germain þar sem samlandi hans Lionel Messi vill hann á bak og burt. Raunar hótaði Icardi að yfirgefa félagið ef eiginkonan myndi ekki snúa aftur. Fór það svo að Wanda Nara, eiginkona framherjans, sneri aftur en svo gæti samt sem áður farið að Icardi muni yfirgefa PSG.Messi gekk til liðs við PSG í sumar og hefur fram til þessa haft heldur hægt um sig. Nú virðist hann hafa fært sig upp á skaftið en í frétt El Nacional segir að Messi og Icardi nái engan veginn saman.Það þýðir aðeins eitt; Icardi fær að fjúka.Lionel Messi vonast til að Parísarliðið nái samkomulagi við hans fyrrum félag Barcelona og samþykki leikmannaskipti. Sergio Agüero, góðvinur Messi og herbergisfélagi í landsliðinu, myndi þá koma til Parísar (aðeins nokkrum mánuðum eftir að ganga í raðir Börsunga) og Icardi færi til Katalóníu.Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Messi vilji losna við Icardi en sá síðarnefndi er viss um að andúð Messi sé ástæða þess að hann hafi ekki spilað fyrir argentíska landsliðið síðan árið 2018. Talið er að ástarævintýri Icardi og Wöndu Nara, þáverandi eiginkonu Maxi Lopez og góðvinar Messi, spili sinn þátt í andúð Messi á Icardi. Svo virðist sem stórstjarnan hafi haldið sig á mottunni til að byrja með en nú þegar janúarglugginn fer senn að opna hefur Lionel ákveðið að gefa stjórn PSG skýr skilaboð um hvaða leikmann hinn vill helst losna við sem og hvaða leikmaður ætti að koma inn í hans stað.Nú er bara að bíða og sjá hvort Messi hafi sömu völd í París og hann gerði Katalóníu.Stefnir allt í að Icardi þurfi að ganga enn lengra frá Lionel Messi.Xavier Laine/Getty Images
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira