Sala Mílu og þjóðaröryggi Oddný Harðardóttir skrifar 23. október 2021 18:01 Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana. Fjarskipti verða æ mikilvægari eftir því sem tækninni fleygir fram og svo er komið að mikilvægustu innviðir samfélagsins treysta á að fjarskipti séu traust, gæti að þjóðaröryggi og falli undir lögsögu okkar. Mörg ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið til skoðunar hvernig grunnþjónustu mikilvægra innviða verði útvistað og að hve miklu leyti slík þjónusta megi vera í höndum erlendra fyrirtækja. Enda nokkuð augljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að samfélag verði of háð tiltekinni tækni eða kerfi sem opinberir aðilar hafa misst alla stjórn á. Þessi mál eru einnig til skoðunar hér á landi en beðið er m.a. eftir heildarlöggjöf frá forsætisráðherra og nýjum lögum um fjarskipti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ber ábyrgð á. Samband við umheiminn Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna eða ljósleiðaratengingar á landi, getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, jafnt efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni líkt og bent er á í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í febrúar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Þar segir: „Innan Íslands tengjast sæstrengirnir við stofnljósleiðaranetið sem er hringtenging um landið. Þessi stofnljósleiðari er mikilvægur hlekkur í öllum fjarskiptum hér á landi. Flest fjarskiptakerfi, hvort sem um er að ræða minni ljósleiðaranet á landsbyggðinni eða farnet fjarskiptafyrirtækja, tengjast inn á þennan stofnljósleiðarastreng. Þessi stofnljósleiðarastrengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum.“ Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennrar internettengingar landsmanna. Hvað er til ráða? Nú ætlar Síminn að selja Mílu. Lífeyrissjóðirnir eiga þar meirihluta en ætla nú að selja og hugsanlega kaupa aftur að hluta dýru verði. Stundum er því haldið fram að það sé alveg jafn gott að mikilvægir innviðir samfélagsins séu í eigu lífeyrissjóða og hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. En það er ekki rétt nákvæmlega eins og dæmið um fyrirhugaða sölu á Mílu sannar. Lífeyrissjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýnist. En sem betur fer eigum við löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þau eru að vísu komin til ára sinna. Eru frá árinu 1991. Þar segir í 12. grein að ef erlend fjárfesting ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Þannig að stjórnvöld og ráðherra fjarskiptamála hafa átta vikur frá deginum í dag til að meta og eftir atvikum stöðva sölu Símans á Mílu. Almenningur ber kostnað Fákeppni og einokun á fjarskiptamarkaði getur valdið kostnaði fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir eru teknar einhliða og neytendur verða að borga uppsett verð. Líkt og Miðstjórn ASÍ bendir á í nýlegri ályktun er það íslenskt samfélag sem situr uppi með kostnaðinn ef illa fer vegna sölu á Mílu. Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Sala Símans á sínum tíma var óráð og ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum í dag. Hvað varð annars um peningana sem ríkið átti að fá fyrir söluna á Símanum á sínum tíma? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Salan á Mílu Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana. Fjarskipti verða æ mikilvægari eftir því sem tækninni fleygir fram og svo er komið að mikilvægustu innviðir samfélagsins treysta á að fjarskipti séu traust, gæti að þjóðaröryggi og falli undir lögsögu okkar. Mörg ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið til skoðunar hvernig grunnþjónustu mikilvægra innviða verði útvistað og að hve miklu leyti slík þjónusta megi vera í höndum erlendra fyrirtækja. Enda nokkuð augljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að samfélag verði of háð tiltekinni tækni eða kerfi sem opinberir aðilar hafa misst alla stjórn á. Þessi mál eru einnig til skoðunar hér á landi en beðið er m.a. eftir heildarlöggjöf frá forsætisráðherra og nýjum lögum um fjarskipti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ber ábyrgð á. Samband við umheiminn Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna eða ljósleiðaratengingar á landi, getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, jafnt efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni líkt og bent er á í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í febrúar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Þar segir: „Innan Íslands tengjast sæstrengirnir við stofnljósleiðaranetið sem er hringtenging um landið. Þessi stofnljósleiðari er mikilvægur hlekkur í öllum fjarskiptum hér á landi. Flest fjarskiptakerfi, hvort sem um er að ræða minni ljósleiðaranet á landsbyggðinni eða farnet fjarskiptafyrirtækja, tengjast inn á þennan stofnljósleiðarastreng. Þessi stofnljósleiðarastrengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum.“ Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennrar internettengingar landsmanna. Hvað er til ráða? Nú ætlar Síminn að selja Mílu. Lífeyrissjóðirnir eiga þar meirihluta en ætla nú að selja og hugsanlega kaupa aftur að hluta dýru verði. Stundum er því haldið fram að það sé alveg jafn gott að mikilvægir innviðir samfélagsins séu í eigu lífeyrissjóða og hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. En það er ekki rétt nákvæmlega eins og dæmið um fyrirhugaða sölu á Mílu sannar. Lífeyrissjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýnist. En sem betur fer eigum við löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þau eru að vísu komin til ára sinna. Eru frá árinu 1991. Þar segir í 12. grein að ef erlend fjárfesting ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Þannig að stjórnvöld og ráðherra fjarskiptamála hafa átta vikur frá deginum í dag til að meta og eftir atvikum stöðva sölu Símans á Mílu. Almenningur ber kostnað Fákeppni og einokun á fjarskiptamarkaði getur valdið kostnaði fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir eru teknar einhliða og neytendur verða að borga uppsett verð. Líkt og Miðstjórn ASÍ bendir á í nýlegri ályktun er það íslenskt samfélag sem situr uppi með kostnaðinn ef illa fer vegna sölu á Mílu. Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Sala Símans á sínum tíma var óráð og ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum í dag. Hvað varð annars um peningana sem ríkið átti að fá fyrir söluna á Símanum á sínum tíma? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun