Telur ofbeldisfullar hópsenur í klámi geta stuðlað að fjölgun hópnauðgunarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2021 11:33 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir/vilhelm Talskona Stígamóta telur opnari umræðu en áður, sem og áhrif úr klámi, geta stuðlað að fjölgun tilkynninga um hópnauðganir til neyðarmóttöku í ár. Erfiðara sé fyrir þolendur hópnauðgana en aðra að fara með mál sín í gegnum dómskerfið þar sem gerendur geti talað sig saman. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að nítján hafi leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Þrettán leituðu til móttökunnar árið 2020 og sex árið 2019. Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra á neyðarmóttökunni, að um sé að ræða ógnvænlega þróun. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist. Á sama tíma hafi hins vegar umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið síðustu misseri og því eðlilegt að fleiri leiti sér aðstoðar. „Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn. Gerendur geti talað sig saman Um 20-25 þolendur hópnauðgunar leiti til Stígamóta á ári hverju en málin sem þangað koma séu þó yfirleitt ekki ný. „Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn. Steinunn tekur undir það með Hrönn að það geti verið enn erfiðara fyrir þolendur hópnauðgana að tilkynna mál sín til lögreglu en aðra þolendur. „Vegna þess að þar geta gerendurnir talað sig saman og verið sammála um vitnisburðinn. Og þannig höfum við auðvitað séð mál fara fyrir dómstóla þar sem þrír eða fjórir tala sig saman og það er náttúrulega mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola. Það virðist vera sem þolendur hópnauðgana eigi lítinn séns í réttarkerfinu okkar.“ Kynferðisofbeldi Klám Tengdar fréttir Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að nítján hafi leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Þrettán leituðu til móttökunnar árið 2020 og sex árið 2019. Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra á neyðarmóttökunni, að um sé að ræða ógnvænlega þróun. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist. Á sama tíma hafi hins vegar umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið síðustu misseri og því eðlilegt að fleiri leiti sér aðstoðar. „Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn. Gerendur geti talað sig saman Um 20-25 þolendur hópnauðgunar leiti til Stígamóta á ári hverju en málin sem þangað koma séu þó yfirleitt ekki ný. „Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn. Steinunn tekur undir það með Hrönn að það geti verið enn erfiðara fyrir þolendur hópnauðgana að tilkynna mál sín til lögreglu en aðra þolendur. „Vegna þess að þar geta gerendurnir talað sig saman og verið sammála um vitnisburðinn. Og þannig höfum við auðvitað séð mál fara fyrir dómstóla þar sem þrír eða fjórir tala sig saman og það er náttúrulega mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola. Það virðist vera sem þolendur hópnauðgana eigi lítinn séns í réttarkerfinu okkar.“
Kynferðisofbeldi Klám Tengdar fréttir Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45