Lýsir andrúmsloftinu á neyðarfundi KSÍ: „Fólk var leitt, sorgmætt og sumir grétu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:19 Mikið hefur gengið á hjá KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm Í afar ítarlegri grein The Athletic um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta er meðal annars fjallað um andrúmsloftið á neyðarfundinum þar sem stjórn KSÍ sagði af sér. Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Meðal þeirra sem greinarhöfundur ræddi við er Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur, sem stýrir starfshópi sem vinnur að jafnréttismálum innan KSÍ. Hún segir að mörgum innan fyrrverandi stjórnar KSÍ hafi sárnað ásakanir um yfirhylmingu vegna meintra kynferðis- og ofbeldisbrota leikmanna karlalandsliðsins. „Helgina sem stjórnin sagði af sér hitti ég hana. Fólk var leitt og sorgmætt og sumir grétu. Þau sögðu að fjölmiðlar væru að taka þau af lífi fyrir eitthvað sem þau væru fyrst að heyra um núna. En enginn trúði þeim. Þau sögðu að þau hefðu vitað allt um þetta en ekki gert neitt. En það var ekki satt,“ segir Kolbrún í greininni. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir lýsti því hvernig andrúmsloftið á neyðarfundi stjórnar KSÍ var.vísir/egill Hún segir að stjórnarfólk hafi undrað sig á því að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi ekki rætt þessi máli á stjórnarfundum. „Hann sagði að þetta væri trúnaðarmál en þau sögðu að við værum stjórnin. Og já, mér finnst eins og þau hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki,“ segir Kolbrún. „Auðvitað þurfti andrúmsloftið innan KSÍ að breytast. En margir voru sakaðir um eitthvað sem þeir komu ekki nálægt. Og það er miður því það var margt gott fólk þarna.“ Þegar The Athletic leitaði viðbragða hjá Guðna vildi hann lítið tjá sig um málið. Hann sagði að óháð nefnd væri með málið til skoðunar og það væri ekki viðeigandi fyrir hann að tjá sig um það. Guðni sagði af sér sem formaður KSÍ sunnudaginn 29. september. Tveimur dögum síðar sagði stjórn sambandsins af sér og boðaði til aukaþings. Þar var Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin nýr formaður KSÍ, fyrst kvenna. Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira