Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 15:30 Fógetinn Adan Mendoza og héraðssaksóknarinn Mary Carmack-Altwies. AP/Andres Leighton Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. Enn liggur ekki að fullu fyrir hvað gerðist á tökustað myndarinnar Rust. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, segir Baldwin hafa verið að æfa atriði þar sem hann átti að draga byssu á loft og beina henni að myndavélinni. Souza og Hutchins stóðu við myndavélina og þegar skot hljóp úr byssunni særðust þau bæði. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Fram hefur að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri óhlaðin. Hannah Gutierrez-Reed, skotvopnasérfræðingur kvikmyndarinnar, hafði þar áður meðhöndlað byssurnar. Souza segir að þau bæði eigi að ganga úr skugga um að byssur séu ekki hlaðnar á tökustað. Halls hafði áður verið rekinn úr framleiðsluteymi myndar eftir að skot hljóp óvænt úr byssu. Adan Mendoza, fógetinn, staðfesti að þau hefðu handleikið byssurnar og sagði að Guiterrez-Reed, Halls og Baldwin væru samvinnufús. Hann sagði einnig að öryggisráðstafanir hafi ekki verið nægjanlegar á tökustaðnum. Verið var að taka upp Rust á Bonanza Creek búgarðinum í Santa Fe.AP/Jae C. Hong Telja að raunveruleg byssukúla hafi verið í byssunni Mendoza sagði einnig að blý-hlutur hefði verið fjarlægður úr öxl Souza. Hann sagði lögregluna telja að blý-hluturinn væri raunveruleg kúla sem hafði verið skotið úr byssunni. Verið væri að ganga úr skugga um að blýhluturinn hefði verið hefðbundin byssukúla en ekki einhverskonar brak sem hefði verið í hlaupinu. Hann sagði einnig að talið væri að hluturinn sem hefði verið fjarlægður úr öxl Souza hefði einnig banað Hutchins en það væri ekki staðfest að svo stöddu. Talið er að einungis eitt skot hafi verið í byssunni. Við rannsókn málsins hafa lögregluþjónar tekið um sex hundruð muni sem sönnunargögn. Þar á meðal væru þrjár byssur. Ein raunveruleg byssa sem kúlunni hefði verið skotið úr, önnur raunveruleg byssa og ein plastbyssa. Hér má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Fundu um 500 skot Lögregluþjónar hafa einnig lagt hald á um það bil fimm hundruð byssuskot. Mendoza sagði að þar á mðeal púðurskot og hefðbundin skot. Samkvæmt öryggisviðmiðum kvikmyndaiðnaðarins vestanhafs eru hefðbundin skot alfarið bönnuð á tökustöðum. Mendoza sagði þó einnig að enn væri verið að ganga úr skugga um að um hefðbundin skot með blýkúlum væri að ræða. Hann sagði rannsókn enn standa yfir og sagði of snemmt að tala um mögulegar ákærur. Tiltölulega fáir hefðu verið á æfingunni þegar skotið hljóp af og búið væri að ræða við þau. Um það bil hundrað manns hefðu þó verið á tökustaðnum og það ætti eftir að ræða við þau öll. Fréttin hefur verið uppfærð. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Enn liggur ekki að fullu fyrir hvað gerðist á tökustað myndarinnar Rust. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, segir Baldwin hafa verið að æfa atriði þar sem hann átti að draga byssu á loft og beina henni að myndavélinni. Souza og Hutchins stóðu við myndavélina og þegar skot hljóp úr byssunni særðust þau bæði. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Fram hefur að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri óhlaðin. Hannah Gutierrez-Reed, skotvopnasérfræðingur kvikmyndarinnar, hafði þar áður meðhöndlað byssurnar. Souza segir að þau bæði eigi að ganga úr skugga um að byssur séu ekki hlaðnar á tökustað. Halls hafði áður verið rekinn úr framleiðsluteymi myndar eftir að skot hljóp óvænt úr byssu. Adan Mendoza, fógetinn, staðfesti að þau hefðu handleikið byssurnar og sagði að Guiterrez-Reed, Halls og Baldwin væru samvinnufús. Hann sagði einnig að öryggisráðstafanir hafi ekki verið nægjanlegar á tökustaðnum. Verið var að taka upp Rust á Bonanza Creek búgarðinum í Santa Fe.AP/Jae C. Hong Telja að raunveruleg byssukúla hafi verið í byssunni Mendoza sagði einnig að blý-hlutur hefði verið fjarlægður úr öxl Souza. Hann sagði lögregluna telja að blý-hluturinn væri raunveruleg kúla sem hafði verið skotið úr byssunni. Verið væri að ganga úr skugga um að blýhluturinn hefði verið hefðbundin byssukúla en ekki einhverskonar brak sem hefði verið í hlaupinu. Hann sagði einnig að talið væri að hluturinn sem hefði verið fjarlægður úr öxl Souza hefði einnig banað Hutchins en það væri ekki staðfest að svo stöddu. Talið er að einungis eitt skot hafi verið í byssunni. Við rannsókn málsins hafa lögregluþjónar tekið um sex hundruð muni sem sönnunargögn. Þar á meðal væru þrjár byssur. Ein raunveruleg byssa sem kúlunni hefði verið skotið úr, önnur raunveruleg byssa og ein plastbyssa. Hér má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Fundu um 500 skot Lögregluþjónar hafa einnig lagt hald á um það bil fimm hundruð byssuskot. Mendoza sagði að þar á mðeal púðurskot og hefðbundin skot. Samkvæmt öryggisviðmiðum kvikmyndaiðnaðarins vestanhafs eru hefðbundin skot alfarið bönnuð á tökustöðum. Mendoza sagði þó einnig að enn væri verið að ganga úr skugga um að um hefðbundin skot með blýkúlum væri að ræða. Hann sagði rannsókn enn standa yfir og sagði of snemmt að tala um mögulegar ákærur. Tiltölulega fáir hefðu verið á æfingunni þegar skotið hljóp af og búið væri að ræða við þau. Um það bil hundrað manns hefðu þó verið á tökustaðnum og það ætti eftir að ræða við þau öll. Fréttin hefur verið uppfærð.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00