Telja ólíklegt að hætta sé fyrir hendi en skoða að setja upp skilti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 14:45 Umrædd svæði. Til skoðuna er hvort tilefni sé að setja skilti á og við girðinguna sem vari við lofstreymi frá þotuhreyflum. Ja.is Isavia telur ólíklegt að vegfarendur á ferð við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar við Suðurgötu séu í hættu vegna loftstreymis frá kraftmiklum þotum. Þó er til skoðunar hvort tilefni sé til að vara sérstaklega við slíkri hættu. Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00