Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 22:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira
Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Sjá meira