Heilbrigðiskerfið – stjórnun og skipulag Reynir Arngrímsson skrifar 2. nóvember 2021 13:31 Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri. Fjármagn fylgi sjúklingi þar sem þjónusta er veitt. Skýrir gæðavísar, skilvirk þjónusta og öryggismenning séu í hávegum höfð. Á nýliðnum aðalfundi LÍ varð umræða um stjórnun og skipulag heilbrigðismála. Þar var lögð áhersla á að koma yrði hefðbundinni læknisþjónustu af stað á ný og efla þó heimsfaraldurinn sé ekki yfirstaðinn. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að ekki verði töf á sjúkdómsgreiningum annarra heilbrigðisvandamála né skerðing á aðgengi að meðferðarúræðum eins og nú þegar eru vísbendingar um. Sem lið í þessari viðleitni taldi aðalfundurinn mikilvægt að endurskoða stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa á Íslandi. Hluti vandans væri langvinn vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar á Íslandi en stjórnun og stjórnskipulag sjúkrahúsa hefur einnig átt mikilvægan þátt. Gerðar hafa verið breytingar á skipuritum íslenskra sjúkrahúsa á undanförnum árum sem leitt hafa til þess að aðrir en læknar beri faglega ábyrgð á læknismeðferð. Sem dæmi hefur umboðsmaður Alþingis endurtekið gert athugasemdir við núverandi skipurit Landspítala. Stjórnunarvandinn birtist meðal annars í því að: 1) Enn eru sjúklingar að leggjast inn á ganga eða önnur rými sem alls ekki eru ætluð sjúklingum. Þetta birtist einna skýrast í því að í áraraðir eru legusjúklingar í vaxandi mæli látnir liggja inni á bráðamóttöku þrátt fyrir endurteknar ábendingar og skýrslur innlendra og erlendra sérfræðinga. 2) Viðvarandi mannekla er í fjölda heilbrigðisstétta og hefur ekki verið nóg gert til að leysa þann vanda sem steðjar að sjúkrahúsum vegna þess skorts sem mun fara vaxandi á næstu árum ef ekkert verður að gert. 3) Fjöldi einstaklinga sem lokið hafa sjúkrahúsþjónustu vistaðir á sjúkrahús vegna skorts á öðrum úrræðum. Sem dæmi eru á hverjum tíma 80-100 slíkir sjúklingar á Landspítala. Áætlað hefur verið að spara megi um 200 milljónir á ári ef þeir einstaklingar fengið þjónustu á viðeigandi stofnun. 4) Stór hluti heilbrigðisstarfsfólk er óánægt með vinnuaðstæður sínar samkvæmt könnunum og upplifir skort á starfsánægju. Meira en helmingur starfandi lækna eru með alvarleg merki kulnunar skv. nýlegri könnun. 5) Á síðustu 15 árum hefur vísindastarf á íslenskum sjúkrahúsum minnkað mjög. Sem dæmi hefur tilvitnanastuðull Landspítala farið úr efsta sæti í það neðsta á Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að skilgreina tilgreint hlutfall rekstrarfjár til vísindavinnu og auka vægi vísindavinnu í áherslum stjórnar. 6) Mörg verkefni hafa verið færð til milli heilbrigðisstofnana undanfarin ár án þess fjármögnun hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að stjórnendum heilbrigðisstofnana verði gert kleift að útvista viðeigandi verkefnum til annara aðila í heilbrigðiskerfinu. LÍ telur brýnt að nú þegar verði ráðist endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og í þarfagreiningu á mönnun lækna innan allra eininga heilbrigðisstofnana m.t.t. þjónustu sem veitt er og álags í starfi. Í könnun LÍ og læknaráðs Landspítala frá í júní 2021 telja aðeins 23% sérfræðilækna og 29% sérnámslækna mönnun vera fullnægjandi á sinni starfseiningu. Aðeins 32% lækna Landspítalans töldu öryggi sjúklinga ávallt vera tryggt á sinni starfseiningu. Slík þarfagreining er einnig nauðsynleg almennt í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að komandi ríkisstjórn starfi samhent og án verkkvíða að úrlausn á vanda heilbrigðiskerfisins. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun