CP3 sá þriðji gjafmildasti í sögunni Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2021 07:30 Chris Paul með eina af sínum frábæru sendingum í sigrinum gegn New Orleans Pelicans í nótt. AP/Ross D. Franklin Chris Paul færði nafn sitt ofar á lista í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með mögnuðum seinni hálfleik í 112-100 sigri Phoenix Suns á New Orleans Pelicans. Eftir frekar slakan fyrri hálfleik endaði CP3, eins og Paul er kallaður, með heilar 18 stoðsendingar í leiknum og 14 stig. „Það er frekar svalt að fá að fylgjast með svona mikilfengleika,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þar með er Paul búinn að gefa 10.346 stoðsendingar á ferlinum og kominn upp fyrir þá Mark Jackson og Steve Nash. Aðeins tveir menn hafa gefið fleiri stoðsendingar í sögu deildarinnar og Paul, sem er 36 ára, á ansi langt í land með að ná þeim. Jason Kidd gaf 12.091 stoðsendingu en enginn toppar John Stockton sem gaf 15.806 stoðsendingar á sínum ferli. Paul komst sömuleiðis upp í 45. sæti yfir flest stig í sögu deildarinnar og er með 20.056 stig. Chris Paul tonight:14 points (5-5 in 4Q)7 boards 18 DIMES 20 point @Suns comeback......On a night where @CP3 moved up from 5th to 3rd all-time in assists! pic.twitter.com/n82VmoberH— NBA (@NBA) November 3, 2021 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers nauman sigur á Houston Rockets, 119-117, í annarri rimmu liðanna í þessari viku. Eftir öruggan sigur Lakers í fyrri leiknum slapp liðið með skrekkinn í nótt þegar Kevin Porter Jr. átti þriggja stiga skot í hringinn þegar lokaflautan gall. 30 for LBJ.27 for AD.27 for Russ.The @Lakers trio combines for 84 points in their home W! pic.twitter.com/3z5UOJ9GZy— NBA (@NBA) November 3, 2021 LeBron James skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Russell Westbrook og Anthony Davis skoruðu 27 stig hvor í leiknum. Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Eftir frekar slakan fyrri hálfleik endaði CP3, eins og Paul er kallaður, með heilar 18 stoðsendingar í leiknum og 14 stig. „Það er frekar svalt að fá að fylgjast með svona mikilfengleika,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þar með er Paul búinn að gefa 10.346 stoðsendingar á ferlinum og kominn upp fyrir þá Mark Jackson og Steve Nash. Aðeins tveir menn hafa gefið fleiri stoðsendingar í sögu deildarinnar og Paul, sem er 36 ára, á ansi langt í land með að ná þeim. Jason Kidd gaf 12.091 stoðsendingu en enginn toppar John Stockton sem gaf 15.806 stoðsendingar á sínum ferli. Paul komst sömuleiðis upp í 45. sæti yfir flest stig í sögu deildarinnar og er með 20.056 stig. Chris Paul tonight:14 points (5-5 in 4Q)7 boards 18 DIMES 20 point @Suns comeback......On a night where @CP3 moved up from 5th to 3rd all-time in assists! pic.twitter.com/n82VmoberH— NBA (@NBA) November 3, 2021 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers nauman sigur á Houston Rockets, 119-117, í annarri rimmu liðanna í þessari viku. Eftir öruggan sigur Lakers í fyrri leiknum slapp liðið með skrekkinn í nótt þegar Kevin Porter Jr. átti þriggja stiga skot í hringinn þegar lokaflautan gall. 30 for LBJ.27 for AD.27 for Russ.The @Lakers trio combines for 84 points in their home W! pic.twitter.com/3z5UOJ9GZy— NBA (@NBA) November 3, 2021 LeBron James skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Russell Westbrook og Anthony Davis skoruðu 27 stig hvor í leiknum. Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston
Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira