Lausaganga katta bönnuð á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 08:28 Fjölmargir norðlenskir kettir harma eflaust þessa niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti. Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Miðilinn Akureyri.net greinir frá því að Eva Hrund hafi í fyrstu lagt til að samþykktir um kattahald yrðu endurskoðaðar en í umræðum hafi komið í ljós að meirihluti bæjarstjórnar vildi ganga enn lengra. Í kjölfarið lagði Eva Hrund fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“ Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson (L), Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir (B), Gunnar Gíslason (D), Guðmundur Baldvin Guðmundsson (B), Hlynur Jóhannsson (M), Eva Hrund Einarsdóttir (D) og Lára Halldóra Eiríksdóttir (D) samþykktu tillöguna. Harma niðurstöðuna Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri-grænna, Heimir Haraldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, og Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar, lögðust gegn tillögunni. Í bókun sem Hilda Jana lagði fram fyrir hönd hópsins segir að þau harmi þá niðurstöðu bæjarstjórnar að banna alfarið frjálsa útivist hjá köttum. „Bæjarfélagið hefur lítið sem ekkert gert til að framfylgja þeim samþykktum sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykktum í þá veru að sem flestir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heimila ekki útivistina að næturlagi og yfir varptíma fugla. Mikilvægara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins vegar til banns hefði verið eðlilegra að setja sólarlagsákvæði, þannig að þær kisur sem nú þegar eru útikisur fái að vera það út sinn líftíma,“ segir í bókuninni. Ekki hefur verið formlegur minni- og meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar frá því í september í fyrra þegar fulltrúar flokkanna ákváðu að taka höndum saman. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Gæludýr Kettir Tengdar fréttir Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35 Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Hvatt til banns við lausagöngu katta Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Ísafirði skorar á nýjan bæjarmeirihluta að koma á banni. 29. maí 2014 18:35
Prestur efndi til herferðar þegar yfirvöld beygðu sig fyrir herskáum kattaeigendum „Þegar kettirnir eru komnir í búrin sem ég er að ná fuglunum í til að merkja og sleppa þá er eiginlega komið nóg. Þá er mælirinn fullur.“ 12. maí 2021 23:14