Búa sig undir að setja maskínuna aftur í gang Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. nóvember 2021 18:56 Frá bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Hún verður mögulega aftur vettvangur fjöldabólusetninga þegar byrjað verður að gefa örvunarskammta um miðjan nóvember. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að byrja að gefa stórum hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir örvunarskammt bæta ónæmi gegn veirunni umtalsvert. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48