Besti kringlukastari landsins er líka högglengsti kylfingur landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 08:01 Guðni Valur Guðnason lætur hér vaða í golfherminu sem hefur honum síðan allar upplýsingar um höggið. S2 Sport Guðjón Guðmundsson heimsótti Golfstöðina á dögunum og fann þar meðal annars kringlukastarann Guðna Val Guðnason sem er líklega högglengsti kylfingur landsins þegar kemur að því að slá í golfhermum. Kylfingar geta nú æft innanhúss á nokkrum stöðum og Guðjón skoðaði aðstæður í Glæsibænum. Þar er boðið upp á sömu golfherma og kylfingar á PGA-mótaröðinni notast við. „Með þessari tækni þá getur þú farið í nákvæm gögn um þína hreyfingu og færð það bara beint í æð. Sérfræðingarnir eru að nota það og nú getur bara hinn venjulegi golfari á Íslandi notað það nákvæmlega sama,“ sagði Freyr Ólafsson hjá Golfstöðinni. Hin sanna rafíþrótt „Auðvitað er þetta bara tæknitæki en með sérfræðingum, golfkennurum og þjálfurum þá getur þú náð lengra. Þetta styður við klárlega,“ sagði Freyr en golfhermarnir eru orðnir algengir út um allan heim. Freyr Ólafsson hjá Golfstöðinni sagði Gaupa frá golfherminum.S2 Sport „Þetta er hin sanna rafíþrótt sem er hérna komin. Hérna geta með iðkað golfið innanhúss yfir veturinn, hina sönnu rafíþrótt, rétt eins og menn hlaupa á hlaupabretti eða fara í skíðavél. Þetta vex og hentar okkur Íslendingum vel,“ sagði Freyr. Hann fullyrðir að menn taki framförum í golfherminum en þarna eru menn auðvitað að spila við bestu aðstæður. „Auðvitað er enginn vindur og þess háttar. Það eru ekki þessar alvöru aðstæður en þú getur náð svo miklum fjölda högga, miklu fleiri en þú ert að ná út á velli. Þú bara slærð í tjaldið og færð nákvæma endurgjöf á hvað þú ert að gera. Með mikill endurtekningu þá nærðu framförum,“ sagði Freyr. Klippa: Gaupi með Guðna Val í golfhermi Guðni Valur Guðnason, Íslandsmethafi í kringlukasti, er sá högglengsti á landinu samkvæmt upplýsingum Gaupa en kúlan hjá honum flýgur 360 metra inni og úti. Þegar ég hitti boltann því þá fer hann alveg hrikalega langt „Ég veit ekki um neinn sem á séns í sveifluhraða minn og hvað þá þegar ég hitti boltann því þá fer hann alveg hrikalega langt,“ sagði Guðni Valur Guðnason. „Þetta eru 360 metrar og ef ég hitti hann ennþá betur þá getur þetta alveg farið upp undir fjögur hundruð metra. Það kemur í ljós hvað gerist. Maður verður bara að hitta á rétt alveg eins og í kringlunni,“ sagði Guðni Valur. Væri gaman að fá svona hermi í kringlukastinu líka „Það miklu skemmtilegra að sjá þegar kúlan fer langt alveg eins og kringlan. Það væri gaman að fá svona hermi í kringlukastinu líka. Þá gæti ég verið inni að kasta í net og séð hvað hún fer langt,“ sagði Guðni Valur. Guðni Valur Guðnason getur slegið golfboltann langt eins og hann sýndi Gaupa í golfherminum í Glæsibæ.S2 Sport „Þetta gefur gífurlega góðar niðurstöður og sýnir manni alla tölfræði sem maður þarf í golfi. Hvernig kylfuferillinn er, hvernig maður er að slá, hvort maður slær niður eða upp eða hvað eina,“ sagði Guðni. „Ég æfði golfið í tíu ár þegar ég var yngri og er því með góðan grunn,“ sagði Guðni en hvernig eru þá púttin? Á í sömu vandamálum og flestir golfarar „Það er bara hugarfar. Ef maður trúir því nógu vel að maður sé að fara að pútta ofan í þá púttar maður ofan í,“ sagði Guðni. „Ég á í sömu vandamálum og örugglega flestir golfarar sem er að hitta ekki braut. Ég er að slá örugglega áttatíu metra annað hvort vinstra eða hægra megin við brautina,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan. Golf Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingar geta nú æft innanhúss á nokkrum stöðum og Guðjón skoðaði aðstæður í Glæsibænum. Þar er boðið upp á sömu golfherma og kylfingar á PGA-mótaröðinni notast við. „Með þessari tækni þá getur þú farið í nákvæm gögn um þína hreyfingu og færð það bara beint í æð. Sérfræðingarnir eru að nota það og nú getur bara hinn venjulegi golfari á Íslandi notað það nákvæmlega sama,“ sagði Freyr Ólafsson hjá Golfstöðinni. Hin sanna rafíþrótt „Auðvitað er þetta bara tæknitæki en með sérfræðingum, golfkennurum og þjálfurum þá getur þú náð lengra. Þetta styður við klárlega,“ sagði Freyr en golfhermarnir eru orðnir algengir út um allan heim. Freyr Ólafsson hjá Golfstöðinni sagði Gaupa frá golfherminum.S2 Sport „Þetta er hin sanna rafíþrótt sem er hérna komin. Hérna geta með iðkað golfið innanhúss yfir veturinn, hina sönnu rafíþrótt, rétt eins og menn hlaupa á hlaupabretti eða fara í skíðavél. Þetta vex og hentar okkur Íslendingum vel,“ sagði Freyr. Hann fullyrðir að menn taki framförum í golfherminum en þarna eru menn auðvitað að spila við bestu aðstæður. „Auðvitað er enginn vindur og þess háttar. Það eru ekki þessar alvöru aðstæður en þú getur náð svo miklum fjölda högga, miklu fleiri en þú ert að ná út á velli. Þú bara slærð í tjaldið og færð nákvæma endurgjöf á hvað þú ert að gera. Með mikill endurtekningu þá nærðu framförum,“ sagði Freyr. Klippa: Gaupi með Guðna Val í golfhermi Guðni Valur Guðnason, Íslandsmethafi í kringlukasti, er sá högglengsti á landinu samkvæmt upplýsingum Gaupa en kúlan hjá honum flýgur 360 metra inni og úti. Þegar ég hitti boltann því þá fer hann alveg hrikalega langt „Ég veit ekki um neinn sem á séns í sveifluhraða minn og hvað þá þegar ég hitti boltann því þá fer hann alveg hrikalega langt,“ sagði Guðni Valur Guðnason. „Þetta eru 360 metrar og ef ég hitti hann ennþá betur þá getur þetta alveg farið upp undir fjögur hundruð metra. Það kemur í ljós hvað gerist. Maður verður bara að hitta á rétt alveg eins og í kringlunni,“ sagði Guðni Valur. Væri gaman að fá svona hermi í kringlukastinu líka „Það miklu skemmtilegra að sjá þegar kúlan fer langt alveg eins og kringlan. Það væri gaman að fá svona hermi í kringlukastinu líka. Þá gæti ég verið inni að kasta í net og séð hvað hún fer langt,“ sagði Guðni Valur. Guðni Valur Guðnason getur slegið golfboltann langt eins og hann sýndi Gaupa í golfherminum í Glæsibæ.S2 Sport „Þetta gefur gífurlega góðar niðurstöður og sýnir manni alla tölfræði sem maður þarf í golfi. Hvernig kylfuferillinn er, hvernig maður er að slá, hvort maður slær niður eða upp eða hvað eina,“ sagði Guðni. „Ég æfði golfið í tíu ár þegar ég var yngri og er því með góðan grunn,“ sagði Guðni en hvernig eru þá púttin? Á í sömu vandamálum og flestir golfarar „Það er bara hugarfar. Ef maður trúir því nógu vel að maður sé að fara að pútta ofan í þá púttar maður ofan í,“ sagði Guðni. „Ég á í sömu vandamálum og örugglega flestir golfarar sem er að hitta ekki braut. Ég er að slá örugglega áttatíu metra annað hvort vinstra eða hægra megin við brautina,“ sagði Guðni. Það má sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan.
Golf Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira