Vágesturinn einelti Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun