Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2021 14:03 Fanndís Friðriksdóttir gæti snúið aftur í landsliðið. vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira