Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 12:31 Mikil ánægja er á Vesturlandi með matarbílinn og framtakið að fara um landshlutann með vörur af svæðinu og bjóða íbúum þær til sölu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina. Matur Landbúnaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina.
Matur Landbúnaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira