Fyrra smit ígildi einnar sprautu Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2021 17:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Þeir sem hafa fengið bæði tvo skammta bóluefnis og Covid-19 munu ekki fá örvunarskammt að svo stöddu. Þetta sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir í Reykjavík síðdegis. „Nú er kúnstin að telja upp að þremur, ef þú hefur fengið einu sinni Covid og tvær bólusetningar þá ertu kominn með þrjú stykki,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að þeir sem fengu snemma Covid-19 og því enga bólusetningu eigi tvo skammta bóluefnis inni. Í samtali við Vísi segir hún jafnframt að bólusetning með bóluefni Janssen teljist einungis sem ein sprauta þó henni hafi upphaflega ætlað að vera fullnaðarbólusetning. Því munu þeir sem fengið hafa Janssen og einn örvunarskammt með mRNA bóluefni eiga kost á frekari örvun. Það verði þó ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Bólusetning hafi gengið ljómandi vel í dag Ragnheiður Ósk segir 9.700 manns hafa verið boðaða í örvunarbólusetningu í dag og að um 6.500 manns hafi mætt. Dagurinn hafi gengið glimrandi vel og aðsókn verið nokkuð góð miðað við að um örvunarbólusetningu hafi verið að ræða. Hún segir mætingu hingað til ekki hafa verið góða í örvunarbólusetningu. Stefnt er að því að bólusetja 120 þúsund manns næstu fjórar vikurnar, þeir sem mættu í dag voru sextíu ára og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsmenn hjúkrunarheimila. „Svona bland í poka“ segir Ragnheiður Ósk. Fjöldabólusetningar munu fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá verður opið hús á fimmtudögum og föstudögum þar sem einn eða tveir hjúkrunarfræðingar munu sinna bólusetningum þeirra sem þurfa bólusetningu í bíl, til dæmis. Hlusta má á viðtalið við Ragnheiði Ósk í spilaranum hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Nú er kúnstin að telja upp að þremur, ef þú hefur fengið einu sinni Covid og tvær bólusetningar þá ertu kominn með þrjú stykki,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að þeir sem fengu snemma Covid-19 og því enga bólusetningu eigi tvo skammta bóluefnis inni. Í samtali við Vísi segir hún jafnframt að bólusetning með bóluefni Janssen teljist einungis sem ein sprauta þó henni hafi upphaflega ætlað að vera fullnaðarbólusetning. Því munu þeir sem fengið hafa Janssen og einn örvunarskammt með mRNA bóluefni eiga kost á frekari örvun. Það verði þó ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Bólusetning hafi gengið ljómandi vel í dag Ragnheiður Ósk segir 9.700 manns hafa verið boðaða í örvunarbólusetningu í dag og að um 6.500 manns hafi mætt. Dagurinn hafi gengið glimrandi vel og aðsókn verið nokkuð góð miðað við að um örvunarbólusetningu hafi verið að ræða. Hún segir mætingu hingað til ekki hafa verið góða í örvunarbólusetningu. Stefnt er að því að bólusetja 120 þúsund manns næstu fjórar vikurnar, þeir sem mættu í dag voru sextíu ára og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsmenn hjúkrunarheimila. „Svona bland í poka“ segir Ragnheiður Ósk. Fjöldabólusetningar munu fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá verður opið hús á fimmtudögum og föstudögum þar sem einn eða tveir hjúkrunarfræðingar munu sinna bólusetningum þeirra sem þurfa bólusetningu í bíl, til dæmis. Hlusta má á viðtalið við Ragnheiði Ósk í spilaranum hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira