Íslenskan er hafsjór Gréta María Grétarsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:00 Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun