Krafa um bólusetningu ekki vandamál fyrir strákana okkar Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2021 11:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar marki á HM í Egyptalandi í janúar. Ekki náðist að bólusetja leikmenn íslenska liðsins fyrir það mót en nú eru allir bólusettir. EPA-EFE/Petr David Josek Fari handknattleikssamband Evrópu, EHF, þá leið að banna óbólusettum að mæta á Evrópumót karla í janúar kemur það ekki til með að bitna á íslenska landsliðinu. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti um það í síðustu viku að bólusetning gegn Covid-19 væri skilyrði fyrir því að taka þátt á HM kvenna á Spáni í næsta mánuði. Sú krafa á við um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, stjórnarfólk og dómara sem þurfa þar með að framvísa bólusetningarvottorði. Verði sami háttur hafður á í janúar, þegar EM karla fer fram, kemur það ekki til með að skapa nein vandamál fyrir íslenska landsliðið, samkvæmt svari Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra HSÍ við fyrirspurn Vísis. „Það eru ekki sambærilegar reglur hjá EHF enn sem komið er en ég reikna með að allir leikmenn séu bólusettir. Það var tilvikið núna í nóvember þegar við æfðum saman,“ sagði Róbert en íslenska landsliðið kom saman fyrr í þessum mánuði til æfinga hér á landi. Aron Pálmarsson á æfingu íslenska landsliðsins í Víkinni fyrr í þessum mánuði. Allir mættu bólusettir til þeirra æfinga, að sögn framkvæmdastjóra HSÍ.vísir/vilhelm Þegar HM karla fór fram í Egyptalandi í janúar síðastliðnum var ekki gerð krafa um að liðin væru bólusett gegn Covid-19, enda bólusetningar þá rétt að hefjast í heiminum. Mótið varð að hálfgerðu fíaskói þar sem leikið var án áhorfenda, sum liðanna misstu út lykilmenn vegna smita, og Bandaríkin og Tékkland þurftu að hætta alveg við þátttöku vegna hópsmita. EM karla fer fram dagana 13.-30. janúar, í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland leikur sína leiki í Búdapest og er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi. EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti um það í síðustu viku að bólusetning gegn Covid-19 væri skilyrði fyrir því að taka þátt á HM kvenna á Spáni í næsta mánuði. Sú krafa á við um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, stjórnarfólk og dómara sem þurfa þar með að framvísa bólusetningarvottorði. Verði sami háttur hafður á í janúar, þegar EM karla fer fram, kemur það ekki til með að skapa nein vandamál fyrir íslenska landsliðið, samkvæmt svari Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra HSÍ við fyrirspurn Vísis. „Það eru ekki sambærilegar reglur hjá EHF enn sem komið er en ég reikna með að allir leikmenn séu bólusettir. Það var tilvikið núna í nóvember þegar við æfðum saman,“ sagði Róbert en íslenska landsliðið kom saman fyrr í þessum mánuði til æfinga hér á landi. Aron Pálmarsson á æfingu íslenska landsliðsins í Víkinni fyrr í þessum mánuði. Allir mættu bólusettir til þeirra æfinga, að sögn framkvæmdastjóra HSÍ.vísir/vilhelm Þegar HM karla fór fram í Egyptalandi í janúar síðastliðnum var ekki gerð krafa um að liðin væru bólusett gegn Covid-19, enda bólusetningar þá rétt að hefjast í heiminum. Mótið varð að hálfgerðu fíaskói þar sem leikið var án áhorfenda, sum liðanna misstu út lykilmenn vegna smita, og Bandaríkin og Tékkland þurftu að hætta alveg við þátttöku vegna hópsmita. EM karla fer fram dagana 13.-30. janúar, í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland leikur sína leiki í Búdapest og er í riðli með Portúgal, Hollandi og Ungverjalandi.
EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira