Sló til starfsmanns við innritun og flaug beint í flugbann Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2021 16:39 Leifsstöð. Þar gengur oft mikið á og um helgina brást einn farþega sem var á leið til Bandaríkjanna ókvæða við þegar starfsmaður Icelandair vildi tala við hann á ensku. Myndin tengist atvikinu ekki. vísir/vilhelm Ónefndur farþegi sló til starfsmanns Icelandair á sunnudaginn og var umsvifalaust settur í flugbann um óákveðinn tíma, meðan málið er til rannsóknar. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá þessu atviki. Ásdís Ýr segist á þessu stigi ekki vita hvað það var sem manninum gekk til, hvort hann hafi verið undir áhrifum eða hvað olli því að hann vildi veitast að starfsmanninum með þessum hætti. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. „Ég er ekki með nákvæma atvikalýsingu en þetta átti sér stað og við innritun. Að sjálfsögðu leggjum við aðalatriði á öryggi starfsfólks og farþegar. líðum ekki ofbeldi og samkvæmt okkar öryggisferlum er niðurstaðan sú að viðkomandi er ekki heimilt að ferðast meðan málið er í skoðun. Það er af öryggisástæðum.“ Þá segist Ásdís ekki vera með það á takteinum hversu margir flugdólgar séu á skrá og í flugbanni. Hún geti bara vísað til þessa tiltekna atviks. Í frétt Ríkisútvarpsins af þessu atviki er hermt að um Íslending hafi verið að ræða og var hann á leið til Bandaríkjanna. Ástæða reiðinnar mun vera sú að hann krafðist þess að fá að tala íslensku við innritun þegar erlendur starfsmaður þar ávarpaði hann á ensku. Þá var kallaður til yfirmaður sem einnig er erlendur og þá var manninum nóg boðið og vildi láta hnefana tala. Ásdís segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi þegar verið gert viðvart og var starfsmanni boðin áfallahjálp. Fréttir af flugi Icelandair Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá þessu atviki. Ásdís Ýr segist á þessu stigi ekki vita hvað það var sem manninum gekk til, hvort hann hafi verið undir áhrifum eða hvað olli því að hann vildi veitast að starfsmanninum með þessum hætti. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. „Ég er ekki með nákvæma atvikalýsingu en þetta átti sér stað og við innritun. Að sjálfsögðu leggjum við aðalatriði á öryggi starfsfólks og farþegar. líðum ekki ofbeldi og samkvæmt okkar öryggisferlum er niðurstaðan sú að viðkomandi er ekki heimilt að ferðast meðan málið er í skoðun. Það er af öryggisástæðum.“ Þá segist Ásdís ekki vera með það á takteinum hversu margir flugdólgar séu á skrá og í flugbanni. Hún geti bara vísað til þessa tiltekna atviks. Í frétt Ríkisútvarpsins af þessu atviki er hermt að um Íslending hafi verið að ræða og var hann á leið til Bandaríkjanna. Ástæða reiðinnar mun vera sú að hann krafðist þess að fá að tala íslensku við innritun þegar erlendur starfsmaður þar ávarpaði hann á ensku. Þá var kallaður til yfirmaður sem einnig er erlendur og þá var manninum nóg boðið og vildi láta hnefana tala. Ásdís segir í samtali við Vísi að lögreglu hafi þegar verið gert viðvart og var starfsmanni boðin áfallahjálp.
Fréttir af flugi Icelandair Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira