„Það hringir enginn með feita bitann“ Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2021 12:54 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Hann snýr nú aftur í bókaútgáfuna. Guðmundur Andri segir margs að sakna af vettvangi þingsins, og reyndar margs ekki, andrúmsloftið getur reynst býsna eitrað þar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson fráfarandi þingmaður er byrjaður aftur á Forlaginu, sínum gamla vinnustað. „Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati. Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati.
Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira