Landsvirkjun fékk Loftslagsviðurkenningu Festu og borgarinnar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 14:04 Þetta var í fimmta sinn sem viðurkenningin er veitt. Markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Eggert Jóhannesson Landsvirkjun hlaut í dag Loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar. Sérstaka hvatningaviðurkenningu fékk verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður sem er samstarfsverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar Landbúnaðarins, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu. Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Viðurkenningarnar voru afhentar á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar í morgun en fundurinn var sýndur í beinu streymi frá Hörpu. Var yfirskrift fundarins í ár „Framtíðarsýn og næstu skref“. Í tilkynningu segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin sé veitt og markmiðið sé að vekja athygli á því sem vel sé gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. „Við matið horfði dómnefnd til ýmissa þátta en einkum þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og hversu ítarleg upplýsingagjöfin er varðandi alla virðiskeðjuna. Í ár varð það fyrirtæki sem hefur mælt sín beinu loftslagsáhrif um árabil og náð verulegum árangri við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í eigin starfsemi hlutskarpast. Í rökstuðningi dómnefndar um Landsvirkjun segir: „Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025. Fyrirtækið hefur um árabil unnið að upplýsingagjöf um kolefnisspor sitt og m.a. sett vinnu í að meta innra kolefnisverð sem er hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í daglegum rekstri. Loftslagsbókhald hefur verið staðfest af ytra aðila, fyrirtækið hefur fengið háa einkunn hjá alþjóðlega aðilanum Carbon Disclosure Project - CDP eða A-. Þá er fyrirtækið með rauntímamælaborð á aðgerðir í loftslagsmálum, viðamikið samstarf varðandi nýsköpunarverkefni og afurð fyrirtækisins er orka úr endurnýjanlegri auðlind með lágu kolefnisspori. Landsvirkjun hefur dregið úr beinni losun (umfang 1) um 3.171 tonn CO2 ígilda á milli áranna 2019 og 2020 eða 8%. Þegar horft er til allrar losunar hefur losun dregist saman um 3.919 tonn CO2 ígilda eða 7%. Losun á hverja orkueiningu hefur einnig dregist saman sem hefur áhrif á kolefnisspor allra viðskiptavina Landsvirkjunar. Dómefndin hvetur Landsvirkjun áfram til góðra verka m.a. með því að bæta við mælingar og upplýsingagjöf varðandi umfang 3 þannig að mælingar og að ytri vottunin verðin án takmörkunar.“ Eggert Jóhannesson Bændur hvattir við markvissra loftslagsaðgerða Í umsögn dómnefndar um Loftslagsvænan landbúnað segir: „Verkefnið miðar að því, með fræðslu, að hvetja bændur til markvissra loftslagsaðgerða og nýsköpunar. Í dag eru 40 bændur þátttakendur í verkefninu og er stutt með beinum hætti við þeirra eigin markmiðasetningu í loftslagsmálum með fræðslu og ráðgjöf. Búrekstrargögn eru sett inn í kolefnisreiknivél þar sem kolefnisígildi búsins eru reiknuð út. Lögð er áhersla á að samþætta rekstrarlegan ávinning og loftslagsávinning þátttakenda. Spennandi verður að fylgjast með hvernig verkefninu mun miða áfram, hver mælanlegu áhrifin verða og hvaða nýju lausnir og aðferðir verða til í framtíðinni út frá verkefninu.“ Í dómnefndinni sátu Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs (fulltrúi Reykjavíkurborgar), Arnar Þór Másson, stjórnarformaður Marel (fulltrúi Festu) og Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum (fulltrúi Háskóla Íslands). Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: 2020: Landspítali. Carbfix hlaut nýsköpunarverðlaun. 2019: EFLA verkfræðistofa. 2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verkfræðiskrifstofa og IKEA. 2017: HB Grandi. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og ISAVIA hlaut hvatningarviðurkenningu.
Landsvirkjun Loftslagsmál Reykjavík Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira