Reikna með að stórbæta aðsóknarmetið næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Íslensku stelpurnar verða meðal keppenda á EM 2022. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, reiknar með að aðsóknarmet á Evrópumót kvenna falli næsta sumar. Mikil eftirsókn er í miða á mótið og nú þegar búið að selja tugi þúsunda miða. Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikvanga mótsins en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur til að mynda sagt að leikvangurinn þar sem liðið leikur fyrstu tvo leiki sína á mótinu sé einfaldlega of lítill. Svo virðist sem Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls en á vef UEFA kemur fram að sambandið reikni með því að aðsóknarmetið verði slegið og gott betur en það. Nú þegar hafa 162 þúsund miðar selst og þá hafa verið lagðar inn beiðnir um 268 þúsund miða til viðbótar. Koma beiðnirnar frá 118 löndum um heim allan. More than 268,000 ticket requests during the ballot window. Applications from fans in 118 countries. Wembley final oversubscribed by six times.#WEURO2022 is going to be huge! pic.twitter.com/OjhL6GdHQY— UEFA (@UEFA) November 19, 2021 Núverandi aðsóknarmet var sett á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Hollandi. Alls mættu þar 240 þúsund manns á leiki mótsins. Fór það svo að heimakonur stóðu uppi sem sigurvegari. Ef UEFA verður við beiðnum fólks um miða er ljóst að aðsóknarmetið er fallið og rúmlega það. Sambandið stefnir á að selja allt að 700 þúsund miða og miðað við eftirsókn ættu þeir að rjúka út. Ísland er eitt af þeim 16 liðum sem tekur þátt á EM í Englandi sumarið 2022. Ísland er í D-riðli er með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Leikir Íslands fara fram á Manchester City Academy-vellinum í Manchester og New York-vellinum í Rotherham. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikvanga mótsins en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur til að mynda sagt að leikvangurinn þar sem liðið leikur fyrstu tvo leiki sína á mótinu sé einfaldlega of lítill. Svo virðist sem Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls en á vef UEFA kemur fram að sambandið reikni með því að aðsóknarmetið verði slegið og gott betur en það. Nú þegar hafa 162 þúsund miðar selst og þá hafa verið lagðar inn beiðnir um 268 þúsund miða til viðbótar. Koma beiðnirnar frá 118 löndum um heim allan. More than 268,000 ticket requests during the ballot window. Applications from fans in 118 countries. Wembley final oversubscribed by six times.#WEURO2022 is going to be huge! pic.twitter.com/OjhL6GdHQY— UEFA (@UEFA) November 19, 2021 Núverandi aðsóknarmet var sett á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Hollandi. Alls mættu þar 240 þúsund manns á leiki mótsins. Fór það svo að heimakonur stóðu uppi sem sigurvegari. Ef UEFA verður við beiðnum fólks um miða er ljóst að aðsóknarmetið er fallið og rúmlega það. Sambandið stefnir á að selja allt að 700 þúsund miða og miðað við eftirsókn ættu þeir að rjúka út. Ísland er eitt af þeim 16 liðum sem tekur þátt á EM í Englandi sumarið 2022. Ísland er í D-riðli er með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Leikir Íslands fara fram á Manchester City Academy-vellinum í Manchester og New York-vellinum í Rotherham.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira