Börn skipa sess í borgarmenningu Ellen Jacqueline Calmon skrifar 20. nóvember 2021 16:58 Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Menning Ellen Jacqueline Calmon Reykjavík Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun