Kastaði eigin leikmanni til: „Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 10:30 Gheorghe Tadicis kom illa fram við Gabrielu Vrabie, leikmann sinn, í leik í síðustu viku. Skjáskot/Facebook Kallað hefur verið eftir því að rúmenskur þjálfari fari í bann frá handbolta eftir dreifingu myndbands þar sem hann sést skamma eina af konunum sem hann þjálfar og kasta henni svo til í átt að varamannabekknum. Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl. Handbolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Þjálfarinn er hinn 69 ára gamli Gheorghe Tadicis, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmeníu, sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að fara illa með leikmenn sína. Fyrir viku síðan stýrði hann liði sínu Zalau gegn Ramnicu Valcea í rúmensku úrvalsdeildinni. Þar sást þegar hann greip í handlegg hinnar 21 árs gömlu Gabrielu Vrabie, skammaði hana og henti svo til. Þeim sem fylgst hafa með störfum Tadicis kemur framganga hans ekki á óvart. Á meðal þeirra sem lýsa yfir hneykslun sinni er norska landsliðskonan Amanda Kurtovic sem spilar með Búkarest í Rúmeníu. „Í burtu með hann. Helvítis viðbjóður. Grey stelpurnar,“ skrifaði Kurtovic um leið og hún deildi myndbandinu hér að ofan á Instagram. „Það er sorglegt að sjá þetta og það er skelfilegt að Tadici fái að halda svona áfram. Það er algjört hneyksli. Það verður eitthvað fullorðið fólk að stoppa manninn í eitt skipti fyrir öll,“ segir Bent Svele, handboltasérfræðingur TV 2 í Noregi. „Það er óafsakanlegt hvernig hann fer með leikmenn sína. Svona hefur hann hagað sér áður, í mörg ár, en ég hélt að þessu væri lokið. Rússinn Evgeníj Trefilov hefur oft vakið athygli en hann hefur ekki verið nálægt því að vera með svona líkamsbeitingu,“ segir Svele og vísar til Trefilov, fyrrverandi landsliðsþjálfara Rússa, sem oft sást húðskamma sína leikmenn. Bent Dahl, þjálfari liðs Valcea sem Tadicis og hans lið mætti í síðustu viku, bendir á að Rúmeninn sé þegar búinn að fá langt bann á þessari leiktíð. „Hann fékk átta leikja bann fyrr á þessari leiktíð fyrir það hvernig hann fór með sína eigin leikmenn. Því var áfrýjað og bannið stytt niður í fjóra leiki. Svo mætir hann aftur og þá gerist þetta. Myndirnar segja meira en mín orð,“ sagði Dahl.
Handbolti Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira