Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 09:32 Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagna markinu sem Berglind skoraði gegn Japan, eftir sendingu Sveindísar. Getty/Angelo Blankespoor Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu eftir langan sprett frá miðlínunni, eftir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafði unnið boltann og komið honum á hana. Sveindís lagði svo upp seinna mark Íslands fyrir Berglindi Björg Þorvaldsdóttur, eftir langa sendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur fram völlinn, á 70. mínútu. Mörkin og helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan. # # 11 30 3 30 BS @jfa_nadeshiko @JFA pic.twitter.com/gKUJBd7Wxu— (@cxfootball) November 26, 2021 Auk markanna tveggja var Ísland nálægt því að skora þegar Agla María Albertsdóttir átti skalla rétt yfir markið á 58. mínútu. Japan, sem er í 13. sæti á heimslista FIFA og þar með þremur sætum ofar en Ísland, skapaði sér hins vegar engin dauðafæri. Byrjunarlið Íslands gegn Japan: Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Agla María Albertsdóttir.Getty/Angelo Blankespoor Íslenski hópurinn heldur nú brátt til Kýpur þar sem liðið mun spila gegn heimakonum í undankeppni HM á þriðjudaginn. Það verður síðasti leikur Íslands á þessu ári. Leikið verður í undanriðli Íslands í dag þegar Kýpur tekur á móti Hvíta-Rússlandi, og Tékkland og Holland mætast. Ísland er í baráttu við Holland og Tékkland um tvö efstu sæti riðilsins, en efsta liðið kemst beint á HM í Ástralíu og liðið í 2. sæti í umspil. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu eftir langan sprett frá miðlínunni, eftir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafði unnið boltann og komið honum á hana. Sveindís lagði svo upp seinna mark Íslands fyrir Berglindi Björg Þorvaldsdóttur, eftir langa sendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur fram völlinn, á 70. mínútu. Mörkin og helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan. # # 11 30 3 30 BS @jfa_nadeshiko @JFA pic.twitter.com/gKUJBd7Wxu— (@cxfootball) November 26, 2021 Auk markanna tveggja var Ísland nálægt því að skora þegar Agla María Albertsdóttir átti skalla rétt yfir markið á 58. mínútu. Japan, sem er í 13. sæti á heimslista FIFA og þar með þremur sætum ofar en Ísland, skapaði sér hins vegar engin dauðafæri. Byrjunarlið Íslands gegn Japan: Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Sif Atladóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Agla María Albertsdóttir.Getty/Angelo Blankespoor Íslenski hópurinn heldur nú brátt til Kýpur þar sem liðið mun spila gegn heimakonum í undankeppni HM á þriðjudaginn. Það verður síðasti leikur Íslands á þessu ári. Leikið verður í undanriðli Íslands í dag þegar Kýpur tekur á móti Hvíta-Rússlandi, og Tékkland og Holland mætast. Ísland er í baráttu við Holland og Tékkland um tvö efstu sæti riðilsins, en efsta liðið kemst beint á HM í Ástralíu og liðið í 2. sæti í umspil.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47