Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2021 07:30 Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. Starfsemin hefur verið á Íslandi árum saman með þeim skilningi að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi, sem átti að vera tryggt með eftirliti Matvælastofnunar og innra eftirliti fyrirtækisins sjálfs. Ljóst er að það eftirlit hélt ekki. Stjórn DÍS hefur kynnt sér þetta mál vel, tekur afstöðu til þess á grundvelli dýravelferðar og telur óverjandi að þessar hryssur hafi þurft að upplifa ótta, þjáningu og sársauka.Eftirfarandi eru áskoranir DÍS um nauðsynlegar úrbætur, verði það á annað borð úr að þessi starfsemi reynist áfram lögleg: Til Alþingis og landbúnaðarráðherra: 1. Að sett verði í lög (55/2013) um velferð dýra ákvæði um að heimilt sé að fara fram á að myndbandsupptökur séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila í starfsemi þar sem ekki er unnt að tryggja velferð dýra með með öðrum hætti. Þetta á alveg sérstaklega við um starfsemi þar sem um kerfisbundin ígrip (skinn rofið) í líkama dýra er að ræða, eins og við blóðtöku.2. Að endurskoðað verði magn blóðs sem heimilt verði að taka og það byggt á velferð og atferli hryssanna. 5. Að blóðtökustarfsemi verði gerð leyfisskyld og að reglugerð verði sett um hana. Til Matvælastofnunar: 1. Að sektarákvæðum eða kæru til lögreglu verði fortakslaust beitt gagnvart öllu því starfsfólki sem níddist á hryssunum, eins og sást í myndskeiðunum. 2. Að dýralæknir/dýralæknar sem misbuðu hryssum við blóðtöku og stöðvuðu ekki barsmíðar á þeim verði áminntir í samræmi við 18.gr. laga um dýralækna (66/1998). Til fyrirtækja og annarra aðila sem byggja afkomu sína á blóðtöku: 1. Til að tryggja velferð og eftirlit verði sá háttur hafður á að gera að eigin frumkvæði upptökur sem séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila, þar sem hægt verði að sjá heimrekstur, umgengni við hryssur og folöld í rétt og tilfærslu yfir í tökubás, blóðtökuna sjálfa hjá sérhverri hryssu og blóðmagn og loks göngu hennar út úr básnum. 2. Það sé skilyrði að starfsfólk sem vinnur við hrossin kunni að umgangast þau. Að tryggt sé að hraði blóðtöku, aðstæður og álag á dýralækna sé með þeim hætti að þeir missi ekki yfirsýn yfir meðferð á hrossunum og geti sinnt eftirliti. Að ekki sé notuð áfram þjónusta dýralækna ef ljóst verður að þeir sinna ekki velferð hrossanna. 3. Að tryggt verði að hryssurnar séu tamdar að því marki og með þeim hætti að þær geti ráðið við að ganga í tökubás og standa þar án þess að fyllast streitu og ótta við aðstæður eða fólk. Að ekki séu notaðar hryssur sem vegna einhverra ástæðna geta ekki tekist á við þessar aðstæður. Að fyrirtækið krefjist þess að aðbúnaður sé með þeim hætti að hross geti ekki slasað sig og að ró sé viðhöfð við að beina hrossunum, hundar séu ekki notaðir eða hafðir lausir. Til hrossabænda, atvinnuhestafólks og frístundahestafólks: Við skorum á fólk sem heldur hesta til að taka samtalið um velferð þeirra alvarlega og skorast ekki undan að horfast í augu við það þegar út af ber. Við bendum á að ef ill meðferð á hestum er stunduð í samfélaginu á annað borð, hvort sem það er af hrossabændum, við tamningar, sýningar, keppni eða við almenna reiðmennsku þá er undirliggjandi menning fyrir hendi sem þarf að takast á við og breyta.Það að að mótmæla ekki, er að samþykkja. Sérstök ályktun DÍS: verði úr að stjórnvöld leyfi áfram þessa starfsemi og verði úr að stjórnvöld og/eða þau fyrirtæki/aðilar sem koma að starfsemi með hryssur sem haldnar eru til blóðtöku bregðist ekki við þessum áskorunum og svipuðum áskorunum annarra víða að úr samfélaginu, teljum við auðsýnt að ekki er vilji hjá þessum aðilum til raunverulegra úrbóta. Við vísum þar sérstaklega til krafna um að upptökur séu notaðar til að tryggja góða meðferð á hryssunum, enda hafi tvöfalt og áhættumiðað eftirlit ekki dugað.Úr almennri stefnu DÍS: nauðsynlegt er að horfast í augu við að afleggja þarf hvert það dýrahald þar sem ekki er unnt tryggja velferð dýranna. Við hvetjum almenning til að fylgjast með og láta sig áfram varða velferð dýra og fögnum þeirri umræðu sem á sér stað. Við minnum á að slagkraftur almennings er mikill og að dýravelferð er samfélagsmál en ekki einkamál dýraeigenda, þeirra sem vinna með dýr, eða stjórnvalda.DÍS fagnar fram komnum yfirlýsingum ýmissa félagasamtaka sem láta sig varða velferð hrossanna og hvetur þau til að taka áfram þátt í samfélagslegu samtali um velferð dýra og þakkar jafnframt þeim erlendu aðilum sem unnu að gagnaöflun sem komu upp um illa meðferð á hryssunum. Dís mun fylgjast með framhaldi þessa máls. Unnið af stjórn Dýraverndarsambands Íslands, 26. nóvember 2021 Fyrir hönd stjórnar DÍS Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýr Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. Starfsemin hefur verið á Íslandi árum saman með þeim skilningi að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi, sem átti að vera tryggt með eftirliti Matvælastofnunar og innra eftirliti fyrirtækisins sjálfs. Ljóst er að það eftirlit hélt ekki. Stjórn DÍS hefur kynnt sér þetta mál vel, tekur afstöðu til þess á grundvelli dýravelferðar og telur óverjandi að þessar hryssur hafi þurft að upplifa ótta, þjáningu og sársauka.Eftirfarandi eru áskoranir DÍS um nauðsynlegar úrbætur, verði það á annað borð úr að þessi starfsemi reynist áfram lögleg: Til Alþingis og landbúnaðarráðherra: 1. Að sett verði í lög (55/2013) um velferð dýra ákvæði um að heimilt sé að fara fram á að myndbandsupptökur séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila í starfsemi þar sem ekki er unnt að tryggja velferð dýra með með öðrum hætti. Þetta á alveg sérstaklega við um starfsemi þar sem um kerfisbundin ígrip (skinn rofið) í líkama dýra er að ræða, eins og við blóðtöku.2. Að endurskoðað verði magn blóðs sem heimilt verði að taka og það byggt á velferð og atferli hryssanna. 5. Að blóðtökustarfsemi verði gerð leyfisskyld og að reglugerð verði sett um hana. Til Matvælastofnunar: 1. Að sektarákvæðum eða kæru til lögreglu verði fortakslaust beitt gagnvart öllu því starfsfólki sem níddist á hryssunum, eins og sást í myndskeiðunum. 2. Að dýralæknir/dýralæknar sem misbuðu hryssum við blóðtöku og stöðvuðu ekki barsmíðar á þeim verði áminntir í samræmi við 18.gr. laga um dýralækna (66/1998). Til fyrirtækja og annarra aðila sem byggja afkomu sína á blóðtöku: 1. Til að tryggja velferð og eftirlit verði sá háttur hafður á að gera að eigin frumkvæði upptökur sem séu til reiðu fyrir eftirlitsaðila, þar sem hægt verði að sjá heimrekstur, umgengni við hryssur og folöld í rétt og tilfærslu yfir í tökubás, blóðtökuna sjálfa hjá sérhverri hryssu og blóðmagn og loks göngu hennar út úr básnum. 2. Það sé skilyrði að starfsfólk sem vinnur við hrossin kunni að umgangast þau. Að tryggt sé að hraði blóðtöku, aðstæður og álag á dýralækna sé með þeim hætti að þeir missi ekki yfirsýn yfir meðferð á hrossunum og geti sinnt eftirliti. Að ekki sé notuð áfram þjónusta dýralækna ef ljóst verður að þeir sinna ekki velferð hrossanna. 3. Að tryggt verði að hryssurnar séu tamdar að því marki og með þeim hætti að þær geti ráðið við að ganga í tökubás og standa þar án þess að fyllast streitu og ótta við aðstæður eða fólk. Að ekki séu notaðar hryssur sem vegna einhverra ástæðna geta ekki tekist á við þessar aðstæður. Að fyrirtækið krefjist þess að aðbúnaður sé með þeim hætti að hross geti ekki slasað sig og að ró sé viðhöfð við að beina hrossunum, hundar séu ekki notaðir eða hafðir lausir. Til hrossabænda, atvinnuhestafólks og frístundahestafólks: Við skorum á fólk sem heldur hesta til að taka samtalið um velferð þeirra alvarlega og skorast ekki undan að horfast í augu við það þegar út af ber. Við bendum á að ef ill meðferð á hestum er stunduð í samfélaginu á annað borð, hvort sem það er af hrossabændum, við tamningar, sýningar, keppni eða við almenna reiðmennsku þá er undirliggjandi menning fyrir hendi sem þarf að takast á við og breyta.Það að að mótmæla ekki, er að samþykkja. Sérstök ályktun DÍS: verði úr að stjórnvöld leyfi áfram þessa starfsemi og verði úr að stjórnvöld og/eða þau fyrirtæki/aðilar sem koma að starfsemi með hryssur sem haldnar eru til blóðtöku bregðist ekki við þessum áskorunum og svipuðum áskorunum annarra víða að úr samfélaginu, teljum við auðsýnt að ekki er vilji hjá þessum aðilum til raunverulegra úrbóta. Við vísum þar sérstaklega til krafna um að upptökur séu notaðar til að tryggja góða meðferð á hryssunum, enda hafi tvöfalt og áhættumiðað eftirlit ekki dugað.Úr almennri stefnu DÍS: nauðsynlegt er að horfast í augu við að afleggja þarf hvert það dýrahald þar sem ekki er unnt tryggja velferð dýranna. Við hvetjum almenning til að fylgjast með og láta sig áfram varða velferð dýra og fögnum þeirri umræðu sem á sér stað. Við minnum á að slagkraftur almennings er mikill og að dýravelferð er samfélagsmál en ekki einkamál dýraeigenda, þeirra sem vinna með dýr, eða stjórnvalda.DÍS fagnar fram komnum yfirlýsingum ýmissa félagasamtaka sem láta sig varða velferð hrossanna og hvetur þau til að taka áfram þátt í samfélagslegu samtali um velferð dýra og þakkar jafnframt þeim erlendu aðilum sem unnu að gagnaöflun sem komu upp um illa meðferð á hryssunum. Dís mun fylgjast með framhaldi þessa máls. Unnið af stjórn Dýraverndarsambands Íslands, 26. nóvember 2021 Fyrir hönd stjórnar DÍS Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun